Danmörk
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|||||
Kjörorð: Guds hjælp, folkets kærlighed, Danmarks styrke (kjörorð drottningar) | |||||
Þjóðsöngur: Der er et yndigt land | |||||
Höfuðborg | Kaupmannahöfn | ||||
Opinbert tungumál | Danska | ||||
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn Margrét II Anders Fogh Rasmussen |
||||
Stofnun |
forsöguleg |
||||
Aðild að Evrópusambandinu | 1. janúar 1973 | ||||
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
134. sæti 43.094 km² 1,6 |
||||
Mannfjöldi • Samtals (2008) • Þéttleiki byggðar |
109. sæti 5.475.791 129,16/km² |
||||
VLF (KMJ) • Samtals • á mann |
áætl. 2005 187.900 millj. dala (27. sæti) 34.740 dalir (6. sæti) |
||||
Gjaldmiðill | Dönsk króna (kr) (DKK) | ||||
Tímabelti | UTC+1 (UTC+2 á sumrin) | ||||
Þjóðarlén | .dk | ||||
Landsnúmer | 45 |
Danmörk (danska: Danmark; framburður ) er land í Evrópu sem ásamt Grænlandi og Færeyjum myndar Konungsríkið Danmörk.
Danmörk samanstendur af Jótlandsskaga og 443 eyjum þar sem 72 (2007) eru byggðar. Landið liggur að sjó að vestan, norðan og austan. Að vestan er Norðursjór, Skagerrak og Kattegat að norðvestan og norðaustan og Eystrasalt að austan, en að sunnan á Danmörk landamæri að Þýskalandi við suðurenda Jótlands.
Stærsti hluti Danmerkur er á Jótlandi, sem skagar til norðurs út úr Evrópu. Auk Jótlandsskagans er mikill fjöldi byggðra eyja sem eru í Eystrasalti. Stærstar eru Sjáland og Fjón. Helstu borgir eru Kaupmannahöfn á Sjálandi; Óðinsvé á Fjóni; Árósar, Álaborg, Horsens og Esbjerg á Jótlandi.
Danmörk var áður mun víðáttumeira ríki en það er í dag. Bæði átti það miklar lendur austan Eyrarsunds, Skán, Halland og Bleiking og einnig bæði héruðin Slésvík og Holtsetaland og náðu landamærin suður fyrir Hamborg þegar veldið var sem mest.
Danska konungsættin er elsta ríkjandi konungsætt í heimi. Á nítjándu öld gekk Noregur úr konungssambandi við Danmörku og var þá um tíma undir sænska konunginum. Á 20. öld fékk svo Ísland sjálfstæði frá Dönum, en Færeyjar og Grænland eru enn í konungssambandi við Danmörku þó að bæði löndin hafi fengið heimastjórn.
Undir yfirráðum annarra ríkja: Álandseyjar · Færeyjar · Gíbraltar · Guernsey · Jersey · Mön · Svalbarði