Þjóðsöngur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjóðsöngur er sönglag sem ríkisstjórn og almenningur viðurkennir sem formlegan söng þjóðarinnar. Á 19. og 20. öld, í kjölfar ris þjóðernishyggju, tóku flest ríki heimsins upp þjóðsöngva. Lofsöngur (,,Ó, Guð vors lands"), við sálm eftir Matthías Jochumsson, er þjóðsöngur Íslendinga.