Norðursjór
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norðursjór er hafsvæði í Atlantshafinu sem markast af meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum, Danmörku og Noregi. Norðursjór tengist við Eystrasalt í austri um Skagerrak og Kattegat, Stóra-Belti og Litla-Belti. Að sunnanverðu er tenging um Dover-sund og Ermarsund sem leiðir út í Atlantshafið aftur og að norðanverðu endar Norðursjór þar sem Noregshaf hefst.