Wikipedia:Vissir þú.../Eldra
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- ... að segja má að jarðsaga Íslands hefjist fyrir um 50-60 milljónum ára?
- ... að setlagafræði er grein jarðvísinda sem fjallar um set í víðu samhengi?
- ... að algengasta íslenska ættarnafnið er Thorarensen (sjá mynd af Bjarna Thorarensen)?
- ... að vörtusvín sjá illa en nota gott lyktarskyn til að leita að fæðu?
- ... að Norður-Atlantshafssveiflan sýnir loftþrýstingsmun milli Íslands og Asóreyja?
- ... að Búnaðarsamband Suðurlands átti fyrst að sjá um kennslu í búháttum en rekur nú m.a. ráðunautaþjónustu?
- ... að Kambríumtímabilið markar upphaf sýnilegs lífs?
- ... að Quasi una fantasia eftir Ludwig van Beethoven er betur þekkt sem Tunglskinssónatan?
- ... að þegar dunur heyrast í ís á stöðuvötnum sem springur er sagt að nykurinn hneggi?
- ... að bæði fuglar og slöngur teljast til ferfætlinga sem er yfirflokkur hryggdýra?
- ... að Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur var einnig skáld og samdi m.a. Þórsmerkurljóð, Vorkvöld í Reykjavík og Að lífið sé skjálfandi lítið gras?
- ... að LOVE (sjá mynd) er eitt þekktasta verk bandaríska myndlistarmannsins Roberts Indiana?
- ... að tjara er seigfljótandi svartur vökvi sem áður var unninn með því að þurreima við?
- ... að minnsta samfeldi tveggja talna a og b er táknað msf(a,b) og stærsti samdeilir er táknaður ssd(a,b)?
- ... að áin Sava rennur frá Slóveníu og suður til Belgrad í Serbíu þar sem hún mætir Dóná?
- ... að klaufaveiki er helti í kúm vegna bólgu í klaufum?
- ... að belkvarðinn er lograkvarði sem er kenndur við Alexander Graham Bell?
- ... að fyrsta Keflavíkurgangan var gengin þann 19. júní 1960?
- ... að vopnuð sérsveit norsku lögreglunnar, Beredskapstroppen, hefur á að skipa sjötíu lögreglumönnum?
- ... að Jónas Jónsson frá Hriflu átti í mestu deilum við hóp íslenskra myndlistamanna um hvað teldist list árið 1942?
- ... að kirkjan Ægisif í Konstantínópel (sjá mynd) var stærsta dómkirkja heims í hartnær þúsund ár?
- ... að varaforseti Bandaríkjanna er jafnframt forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings?
- ... að frumutala mjólkur getur verið mælikvarði á júgurheilbrigði hjá kúm?
- ... að danski fornleifafræðingurinn Christian Jürgensen Thomsen átti hugmyndina að því að skipta forsögu mannsins í steinöld, bronsöld og járnöld?
- ... að Reykjavíkurbiblía 1859 var síðasta útgáfa biblíunnar á íslensku sem innihélt apókrýfar bækur gamla testamentisins fram að Biblíu 21. aldar?
- ... að kvikmyndir.is er íslenskur kvikmyndavefur sem var stofnaður árið 1997?
- ... að Bjarni Halldórsson á Þingeyrum hélt síðustu gleði á Íslandi árið 1757?
- ... að Rutherford B. Hayes var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 1876 með aðeins eins atkvæðis mun?
- ... að Sigrún Þorsteinsdóttir fékk 5,3% atkvæða í forsetakosningunum 1988?
- ... að talið er að Axlar-Björn hafi myrt átján manns í allt?
- ... að nafn Mógúlveldisins er dregið af persneska orðinu yfir mongóla?
- ... að ljóstvistar sem gefa innrautt ljós eru notaðir m.a. í fjarstýringum?
- ... að leikritið Galdra–Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson kom út á dönsku árið 1915 undir heitinu Ønsket eða „Óskin“?
- ... að eyrnamörk á sauðfé (sjá mynd) skiptast í yfirmark, sem skerðir eyrnabrodd, og undirben, sem skerða hliðar eyrans?
- ... að Janez Janša, núverandi forsætisráðherra Slóveníu, sat í hálft ár í fangelsi fyrir að hafa hernaðarleyndarmál undir höndum?
- ... að það var Brandur Sæmundsson, biskup á Hólum, sem vakti máls á helgi Þorláks Þórhallssonar Skálholtsbiskups við Alþingi?
- ... að Halldór H. Jónsson arkitekt sem m.a. teiknaði Háteigskirkju og Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi var nefndur „stjórnarformaður Íslands”?
- ... að viðgerð Niðaróssdómkirkju í Noregi hófst árið 1869 en lauk ekki fyrr en árið 2001?
- ... að haldin var listasýningin Tukt fyrir opnum dyrum í Síðumúlafangelsinu áður en fangelsinu var lokað?
- ... að ætlunin er að öll orka Íslands verði af endurnýjanlegum uppruna árið 2050?
- ... að Sovétmenn opnuðu Norðausturleiðina fyrir reglulega skipaumferð árið 1935?
- ... að PostSecret er vefur þar sem fólk sendir inn nafnlaus póstkort með leyndarmálum sínum?
- ... að dæmi eru um að fyrirtæki á Íslandi séu með meira en helming af bókfærðum eignum í formi viðskiptavildar?
- ... að Öræfajökull (sjá mynd) hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma?
- ... að Draumur konu fiskimannsins er erótísk japönsk tréútskurðarmynd sem sýnir konu eiga samræði við tvo kolkrabba?
- ... að Jack Nicholson hélt að afi hans og amma væru foreldrar hans þar til hann var orðinn 37 ára gamall?
- ... að Arnljótur Ólafsson er álitinn fyrsti íslenski hagfræðingurinn þrátt fyrir að hafa ekki lokið prófi?
- ... að Gjögur á Ströndum var fræg hákarlaveiðistöð á 19. öld?
- ... að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs síðan 1990?
- ... að Arnar Jónsson hefur leikið flest aðalhlutverk allra íslenskra leikara á sviði, yfir 60 aðalhlutverk?
- ... að í taugavísindum skoða menn byggingu taugakerfisins, virkni þess og þroska?
- ... að Ivy League háskólarnir hafa á sér það orð að vera með bestu háskólum Bandaríkjanna?
- ... að sonur höfundar teiknimyndasagnanna Ást er... tók við eftir andlát hennar?
- ... að Þuríður formaður kom upp um þá sem frömdu Kambsránið því hún gat borið kennsl á skó og járnflein sem ræningjarnir skildu eftir á ránsstað?
- ... að Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi var lokað fyrr en áætlað var vegna öflugrar sprengingar í október 2001?
- ... að skáldsagan Gangandi íkorni eftir Gyrði Elíasson er súrrealísk fantasía sem kom fyrst út 1987?
- ... að Freising-handritin (sjá mynd) eru elsta skjalið sem til er á slóvensku?
- ... að rithöfundurinn Joseph Conrad var af pólskum ættum og hét réttu nafni Teodor Józef Konrad Korzeniowski?
- ... að sletta er orð úr erlendu máli sem ekki hefur aðlagast hljóð- og beygingarkerfinu, öfugt við tökuorð sem hefur aðlagast málinu?
- ... að Gull-Ívar Grjótharði kom fyrst fram í sögunni The Second Richest Duck eftir Carl Barks árið 1956?
- ... að Áramótaskaupið 1966 fylgdi á eftir árlegri áramótaútvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins?
- ... að Sinalco, sem fyrst kom á markað 1902, er elsta gosdrykkjamerki Evrópu?
- ... að merki um spatt hafa fundist í beinum hesta í kumlum frá landnámsöld?
- ... að hljómplatan A Momentary Lapse of Reason var fyrsta platan sem Pink Floyd gerði án Roger Waters?
- ... að bengalska er fimmta mest talaða tungumálið í heiminum í dag?
- ... að í ritinu Hagstjórnin eftir Forn-Grikkjann Xenofon er m.a. fjallað um þrælahald, trúarbrögð og menntun?
- ... að Hoba-loftsteinninn (sjá mynd) hefur legið óhreyfður þar sem hann lenti nálægt Hoba West-bóndabænum í Namibíu fyrir um 80.000 árum síðan?
- ... að Dyrhólaey er ekki eyja heldur móbergsstapi sem skagar út í sjó?
- ... að kakemono er austurasískt málverk á pappírs- eða silkirenningum sem eru festir við kefli að neðanverðu?
- ... að maurar eru félagsskordýr sem tilheyra ættbálki æðvængja líkt og vespur og býflugur?
- ... að varpasveifgras þykir ágætis beitarplanta en þykir ekki æskileg í túnum og er talin til illgresis?
- ... að Brown-háskóli er eini háskóli Bandaríkjanna sem býður upp á grunnnám í Egyptalandsfræðum?
- ... að Johan Madvig gagnrýndi harkalega viðhorf Theodors Mommsen til stjórnartíðar Júlíusar Caesars í riti sínu um stjórnskipun Rómaveldis?
- ... að forskeytið „fót-“ í amerískum fótbolta kemur til af því að hann er leikinn á fótum en ekki t.d. á hestbaki?
- ... að innsetningarröðun tekur lengstan tíma þegar inntakinu er raðað í öfuga röð?
- ... að kentárar eru einnig nefndir mannfákar eða elgfróðar?
- ... að Henry Liddell var enskur fornfræðingur og faðir Alice Liddell sem var fyrirmyndin að Lísu í Undralandi?
- ... að galías (sjá mynd) var tvímastra, breitt seglskip sem tíðkaðist nokkuð í Íslandssiglingum á þilskipaöld?
- ... að Ragnhildur Helgadóttir var kosin forseti Alþingis fyrst kvenna árið 1961?
- ... mikil fiskvinnsla er stunduð í Klakksvík sem er næst stærsti bær Færeyja?
- ... húsið Skriðuklaustur sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson lét reisa 1939 er teiknað af þýskum arkitekt?
- ... þegar kennsla hófst við Melaskóla árið 1946 voru 850 nemendur þar ?
- ... Aríus var kristinn kennimaður á 3. og 4. öld sem boðaði að Jesús væri undir Guð settur þar sem hann ætti sér upphaf í tíma og hafnaði þannig þrenningarkenningunni?
- ... nafn sveitarfélagsins Aasiaat á Vestur-Grænlandi merkir „köngulóaborgin“ á grænlensku?
- ... New Super Mario Bros. er fyrsti Mario-leikurinn þar sem sjónarhornið er frá hlið, frá því Super Mario Land 2 kom út 1992?
- ... Demosþenes var forngrískur stjórnmálamaður sem lék stórt hlutverk í uppreisn Aþenu gegn Alexander mikla?
- ... vísitala um þróun lífsgæða (sjá mynd) er vísitala sem mælir lífslíkur, læsi, menntun og lífsgæði?
- ... skólaspeki var hefð í miðaldaheimspeki sem reyndi að sætta heimspeki fornaldar og kristna guðfræði?
- ... fyrsta úthlutun úr kvikmyndasjóði var samtals þrjátíu milljón (gamlar) krónur?
- ... fornloftslagsfræði er vísindagrein sem fæst við loftslagsbreytingar sem hafa átt sér stað í jarðsögunni?
- ... grösum er skipt í puntgrös, axpuntgrös og axgrös eftir því hvernig smáöxin sitja á stráinu?
- ... Þjóðleikhúsið sýnir á fimm leiksviðum sem geta tekið samtals um þúsund manns í sæti?
- ... eitt fyrsta málið sem Neytendasamtökin beittu sér í var Hvide-vask-málið svokallaða?
- ... Diomedes Grammaticus var rómverskur málfræðingur sem samdi ritið Ars grammatica?
- ... XHTML er ívafsmál sem svipar mjög til HTML en notast við strangari ritunarreglur?
- ... Pliníus eldri var rómverskur fræðimaður, rithöfundur og sjóliðsforingi?
- ... meginuppistaða kotasælu er ystingur sem búið er að pressa mestu mysuna úr?
- ... Landhelgisgæsla Íslands var upphaflega stofnuð 1. júlí 1926, tveimur vikum eftir að gufuskipið Óðinn kom til landsins.
- ... einn hestburður er um hundrað kílógrömm af þurru heyi?
- ... sic er latína og er notað til að sýna að röng eða óvenjuleg stafsetning hafi ekki verið innsláttarvilla?
- ... Broddmjólk inniheldur mörg lífsnauðsynleg efni sem hjálpa afkvæmum spendýra að þroskast og verjast sjúkdómum?
- ... Deildartunguhver í Reykholtsdal (sjá mynd) er vatnsmesti hver Evrópu?
- ... frymisgrind er styrktargrind í frumunum sem er gerð úr holum strengjum?
- ... elstu lýsinguna á Hveravöllum er að finna í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 1752?
- ... kenningin um Eyrarsundslásinn er ein skýring á auknum mætti Dana í baráttu við Englendinga um yfirráð yfir Norður-Atlantshafi á 15. öld?
- ... eitrunaráhrif kolmónoxíðs stafa af því að það binst hemóglóbíni í blóði og kemur þannig í veg fyrir upptöku súrefnis?
- ... mikilvægasta veiðisvæði hinna fornu Grænlendinga hét Norðurseta og var á miðri vesturströnd Grænlands?
- ... Wii stöðvarnar eru aðalvalmynd leikjatölvunnar Wii frá Nintendo. Þar er hægt að velja að spila tölvuleiki, Virtual Console leiki eða að kíkja á veðrið eða fréttirnar.
- ... Gagnstrokka hreyfill er tegund sprengihreyfils sem er mikið notuð í einkaflugvélum?
- ... geislaálag er mælt í sívertum?
- ... Þorleifur Halldórsson skrifaði Mendacii encomium eða Lof lyginnar á siglingu frá Íslandi til Kaupmannahafnar?
- ... eina bókin sem Ludwig Wittgenstein gaf út á ævinni var Rökfræðileg ritgerð um heimspeki?
- ...að Evrópskur sumartími er sumartími sem fylgt er í öllum Evrópulöndum nema Íslandi?
- ...að Columbia er ein öflugasta ofurtölva í heimi?
- ...að Barnagælur eins og „Kalli litli könguló“ eru hefðbundin ljóð eða vísur kenndar og sungnar meðal ungra barna?
- ...að Kaldbaksvík á Ströndum er stærsta víkin á milli Bjarnarfjarðar og Veiðileysufjarðar?
- ...að Teljanlegt mengi er í stærðfræði mengi sem er annað hvort teljanlegt eða teljanlega óendanlegt?
- ...að Náttúrulegar, heilar, ræðar, óræðar, raun- og tvinntölur eru allt talnamengi í stærðfræði?
- ...að Algildi er í stærðfræði fjarlægð tölu frá tölunni núll á rauntölulínunni?
- ...að Paka-paka olli því að 700 börn lentu á sjúkrahúsi árið 1997?
- ...að Hiragana er annað tveggja atkvæðatáknrófa í japönsku?
- ...að Matarprjónar voru þróaðir fyrir um það bil 3000-5000 árum í Kína?
- ...að dagurinn 30. febrúar hefur komið upp þrisvar í sögunni eða einu sinni í sænska tímatalinu og tvisvar í byltingartímatali Sovétríkjanna?
- ...að líkurnar á því fá fimm aðaltölur réttar í Lottói Íslenskrar Getspár eru einn á móti 501.942?