Reykholt (Borgarfirði)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reykholt er kirkjustaður og gamalt höfuðból í Reykholtsdal í Borgarfirði á Vesturlandi. Þar bjó Snorri Sturluson frá 1206 þar til hann var drepinn þar árið 1241. Í Reykholti er Snorralaug, ein elsta heita laug á landinu. Þar er rekin Snorrastofa, sem er miðstöð rannsókna í miðaldafræðum.