Endurnýjanleg orka
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Endurnýjanleg orka kallast sú orka sem kemur frá náttúrulegum fyrirbærum, svo sem sólarljósi, vindi, vatnsfalli, sjávarföllum eða jarðhita. Hún endurnýjast sífellt í sjálfbærri hringrás, sé ekki gengið of nærri uppsprettunni.
Endurnýjanleg orka er stundum gagnrýnd fyrir að vera óáreiðanleg, en samt hefur markaður margra endurvinnanlegrar orku stækkað. Vindorka hefur heimsframleiðslu upp á 74.223 MW og er mikið notuð í mörgum löndum í Evrópu og í Bandaríkjunum.[1] Fyrirhugað er að öll orkunotkun Íslendinga verði endurnýjanleg árið 2050[2] og að landið verði þannig fyrst til að ná því takmarki. Nú þegar er 70% af orkunotkun landsins endurnýjanleg[3] og það sem eftir stendur er innflutt olía fyrir bíla og skip. Þannig er aðalmarkmiðið að allur bíla- og skipafloti landsins verði knúinn með vetni eða öðru endurnýjanlegu eldsneyti árið 2050.
[breyta] Heimildir