Hagfræði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hagfræði er hluti af efnahagsvísindum og er þar af leiðandi félagsvísindagrein.
Efnisyfirlit |
[breyta] Framkvæmdasvið og grunntilgátur hagfræðinnar
[breyta] Úthlutun takmarkaðra gæða
Hagfræði fjallar um dreifingu aðfanga (varnings og framleiðsluþátta) sem fullnægja mannlegum þörfum. Grunntilgátan er að gæði og aðföng séu takmörkuð. Þannig neyðast neytendur til að velja milli vinnuframlags eða neyslu (hagsýnt lögmál). Í þessu samhengi þýðir skortur það að sá kostur sem valinn er útilokar alla aðra möguleika. Hagfræðingar kalla það fórnarkostnað. Þjóðhagfræðin leggur áherslu á val einstaklinga og hópa. Þar sem miðað er við hvatningu, vild og nyt sem ráði útkomunni.
[breyta] Rannsóknasviðið
Í hagfræðinni er heildar- og deildarhagfræðilegt samhengi og ferli rannsakað. Fjallað er um viðskipti, aðfangadreifingu, orsök velmegunar, myndun framleiðslu, dreifingu velmegunar í þjóðfélaginu, orsök hagkreppu og tengd viðfangsefni, til dæmis fjármál, skatta, atvinnu og atvinnuleysi, lög, fátækt, umhverfisvernd og margt fleira.
[breyta] Sjónarhorn á þátttakendur í hagkerfinu
Í mörgum líkönum hagfræðinnar er miðað við að manneskjan hagi sér rökrétt til að auka velmegun sína. Þessi forsenda kallast homo oeconomicus og er vissulega mikil einföldun en órökrétt hegðun einstaklinga jafnast út í heildarskoðun. Nýrri rannsóknarlíkön auka tilgáturnar eða breyta þeim og taka tillit til órökréttar hegðunar í þeirra kenninga um hagsýn hegðun. Hér má nefna leikjafræði og nokkrir vísindamenn hafa hlotið nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir þessa sýn. Auk þess taka nýjustu hagsýn skoðun um þátttakandann tillit til tækifærissinnaðrar hegðunar (opportunism , Williamson) og einkennast jafnvel af undirferli og lymsku. Einnig eru kenningar sem taka tillit til andlegrar getu (bounded rationality, Simon). Með því að víkja frá homo oeconomicus og bæta við þessum mannlegu eiginleikum er þróun til hinna nýju stofnanahagfræði. Þar að auki eru rannsóknir svo sem REMM (resourceful, evaluating, maximizing man, Meckling) sem taka tillit til lærdomskúrfu einstaklinga.
[breyta] Verkfæri og efni hagfræðinnar
[breyta] Verkfærin í hagfræði
Stærðfræðileg líkön eru mikilvæg í hagfræðinni því mikið er um rökleiðslur og skýrar forsendur. Þau ætlast ekki til að leiða til „mjúkrar“ niðurstöðu. Almenn hagfræðileg líkön eru kennd með einföldum talnareikningi og hliðrun kenniferla svo lítil þörf er á djúpri stærfræðilegri kunnáttu. Austurríski skólinn er meira að segja þeirrar skoðunar að þau líkön sem þess krefjast séu ekki bara óþarfi heldur gagnslaus fyrir hagfræðilega greiningu. Á síðustu árum hefur athyglin meira beinst að hagmælilegum verkefnum.
[breyta] Sérfræðiflokkar
- Rekstrarhagfræðin rannsakar tengslin milli einstaklinga og/eða fyrirtækja. Innra skipulag fyrirtækja fellur undir viðskiptafræðina.
- Þjóðhagfræðin skoðar hagkerfið í heild sinni það er áhrif milli tekna, atvinnu og verðbólgu.
Síðastliðin tugttugu ár hefur verið reynt að tengja þessar tvær hugmyndir. Í dag eru menn þeirrar skoðunar að góð þjóðhagfræðileg greining þurfi að grundvallast á rekstrarhagfræðilegum vísindum. Innan þessara sérfræðiflokka tveggja eru sérgreinar sem taka á ýmsum mannlegum þáttum. Aðferðafræði í hagfræðinni er sérgrein sem kallast hagmæling.
[breyta] Efni í hagfræði
- Almenn rekstrarhagfræði
- markaður -- almenn jafnvægiskenning -- markaðsjafnvægi -- framboð og eftirspurn -- verð -- verðnæmi -- nytjafall -- framleiðsluþáttur -- framleiðslufall
- Rekstrarhagfræði og hagstjórn
- þróunarhagfræði -- fjármál hins opinbera -- almannagæði og ytri áhrif -- nettengingarárangur -- reglugerð hins opinbera -- olíublettur lögmál
- Sérstakt rekstrarhagfræði fyrir einstakar hliðir og bransar
- atvinnumarkaður -- menningahagfræði -- fjölskylduhagfræði -- frármálahagfræði -- heilsuhagfræði -- iðunahagfræði -- hagfræði laganna -- sveiðishagfræði -- umferðahagfræði -- umhverfishagfræði -- nýjungahagfræði -- afbrotshagfræði -- trúnahagfræði
- Þjóðhagfræði
- neysla í þjóðarbúskap -- fjárfesting í þjóðarbúskap -- stefna í fjármálum hins opinbera -- peningamálastefna -- verðþróun -- gengisþróun -- hagsveiflukenning -- efnahagsþróun -- atvinnuleysi eða atvinna í þjóðarbúskap
- Alþjóðlegt viðskipti
- afurðaleg og peningaleg utanríkisviðskiptakenning -- tollkenning -- viðskiptastefna -- greiðslujöfnuður -- alþjóðlegar stofnanir -- hagsamþætting
- Aðferðafræði
- ákvörðunarkenning -- framþróunarhagfræði -- tilraunalegt hagfræði -- hagmæling -- leikjafræði -- hagjarðfræði -- hagsaga -- hagstjón