19. júní
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2007 Allir dagar |
19. júní er 170. dagur ársins (171. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 195 dagar eru eftir af árinu. Á Íslandi er dagurinn helgaður kvenréttindum.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 1794 - Magnús Stephensen og fleiri stofnuðu Hið íslenska landsuppfræðingafélag til þess að vinna að menningarmálum í landinu.
- 1870 - Upphaf fólksflutninganna miklu til vesturheims er miðað við það að þrír íslenskir menn sem fóru frá Eyrarbakka komu til Quebec þennan dag.
- 1886 - Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað.
- 1915 - Kristján 10. undirritaði lagafrumvarp frá Alþingi þess efnis að allar íslenskar konur, 40 ára og eldri, hefðu kosningarétt.
- 1920 - Nýja bíó í Reykjavík, sem starfað hafði í átta ár, tók í notkun nýtt kvikmyndahús.
- 1953 - Forseti Íslands undirritaði Mannréttindasáttmála Evrópu.
- 1960 - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 1961 - Kúveit fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1967 - Hallveigarstaðir í Reykjavík voru teknir í notkun sem miðstöð kvennasamtaka á Íslandi.
- 1980 - Á aldarafmæli Jóhanns Sigurjónssonar var afhjúpaður minnisvarði um skáldið á Laxamýri í Þingeyjarsýslu.
- 1981 - Tveir eggjaþjófar með á annað hundrað andaregg í fórum sínum voru handteknir á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli.
- 1982 - Minnisvarði um Ásgrím Jónsson myndhöggvara var afhjúpaður í Rútsstaðahjáleigu í Gaulverjabæ, nú Flóahreppi, en þar var hann fæddur.
- 1987 - Nýtt útvarpshús var tekið í notkun af Ríkisútvarpinu við Efstaleiti í Reykjavík.
- 1990 - Konur fjölmenntu í Alþingishúsið til að halda upp á 75 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.
- 1994 - Björk Guðmundsdóttir hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi eftir að hún öðlaðist heimsfrægð.
[breyta] Fædd
- 1566 - Jakob 6. Skotakonungur (d. 1625).
- 1623 - Blaise Pascal, franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og heimspekingur (d. 1662).
- 1880 - Jóhann Sigurjónsson, leikskáld (d. 1919).
- 1947 - Salman Rushdie, indverskur rithöfundur.
- 1953 - Össur Skarphéðinsson, íslenskur stjórnmálamaður.
[breyta] Dáin
- 1983 - Vilmundur Gylfason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1948).
- 1993 - William Golding, breskur rithöfundur (f. 1911).
[breyta] Hátíðir
- Kvenréttindadagurinn á Íslandi.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |