16. apríl - Nemandi framdi fjöldamorð í Virginia Tech háskólanum í Virginíu í Bandaríkjunum. Morðinginn skaut 32 til bana, særði fjölmarga og framdi síðan sjálfsmorð.
17. júlí - Á alþjóðaflugvellinum Congonhas-São Paulo í Brasilíu rann farþegaþota út af flugbraut, yfir stóra umferðaræð á háannatíma og inn í vöruhús, þar sem hún sprakk. Allir um borð og nokkrir aðrir létust, samtals yfir 190 manns.
19. júlí - Prathiba Patil var kosin sem fyrsti kvenforseti Indlands.
14. ágúst - 572 manns láta lífið í nokkrum sjálfsmorðsárásum í Qahtaniya í Írak.
15. ágúst - Jarðskjálfi að stærðinni 8,0 Richter varð 512 manns að bana í Perú. Yfir 1500 manns slösuðust.
25. ágústValur vígir Vodafone-Höllina,þetta var mikil hátíð komu skrúðgöngur frá hvervis skólunum Það eru skólarnir Austurbæjarskóli, Hlíðaskóli og Háteigsskóla.
8. september - Bílsprengja varð yfir 50 manns að bana í Dellys í Alsír.
26. september - Eftir margra daga mótmæli gegn stjórn Myanmar brást stjórnarherinn við og reyndi að stöðva mótmælin. Fyrstu dauðsföll af völdum stjórnarhersins voru staðfest. Buddhamunkar og aðrir mótmælendur voru handteknir og lokað var algjörlega fyrir internetaðgang í Myanmar.
18. október - Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherraPakistan, sneri heim til Pakistan eftir átta ára útlegð til að taka þátt í forsetakosningum. Sama kvöld var sjálfsmorðsárás gerð á bílalest Bhutto. Hún slapp ómeidd en 136 aðrir létust.
21. október - Kimi Räikkönen kringdur heimsmeistari í Formúlu 1 eftir Brasilíukappaksturinn.
3. nóvember - Pervez Musharraf, forseti Pakistan, lýsti yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar umdeildra forsetakosninga. Musharraf var í kjölfarið sakaður um valdarán.
7. nóvember - Ungur námsmaður gerði skotárás í skóla í bænum Jokela í Finnlandi. Hann varð 8 manns að bana, særði 12 og framdi síðan sjálfsmorð.
7. nóvember - Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborg landsins í kjölfar mikilla mótmæla gegn stjórn hans.
11. nóvember - Paul Fontaine-Nikolov, bandarískur innflytjandi, tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður Vinstri-grænna. Hann er fyrsti útlendingurinn til þess að sitja á Alþingi.
8. febrúar - Anna Nicole Smith, bandarísk fyrirsæta og leikkona, fannst meðvitundarlaus inni á hótelherbergi sínu og lést skömmu síðar af völdum of stórs lyfjaskammts (f. 1967).