12. júní
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2007 Allir dagar |
12. júní er 163. dagur ársins (164. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 202 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Helstu atburðir
- 1302 - Borgin Rakvere í Eistlandi var stofnuð.
- 1665 - England tók við stjórn New York-borgar af Hollandi.
- 1838 - Jarðskjálfti olli bjarghruni í Grímsey og í Málmey og beið einn maður bana. Einnig hrundu hús í Eyjafirði og Skagafirði.
- 1898 - Filippseyjar lýstu yfir sjálfstæði frá Spáni.
- 1911 - Melavöllurinn í Reykjavík var vígður.
- 1913 - Áhöfn dansks varðskips tók bláhvítan fána af báti á Reykjavíkurhöfn. Þessi atburður ýtti mjög undir kröfur um íslenskan fána.
- 1923 - Kaþólska kirkjan á Íslandi var endurreist með stofnun biskupsdæmis Reykjavíkur.
- 1926 - Kristján 10. kom í heimsókn ásamt Alexandrínu drottningu og fylgdarliði. Fóru þau hringferð um landið.
- 1942 - Anna Frank fékk dagbók í afmælisgjöf.
- 1964 - Nelson Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Suður-Afríku.
- 1967 - Björg Kofoed Hansen stökk fyrst íslenskra kvenna fallhlífarstökk, þá 18 ára. Faðir hennar, Agnar Kofoed Hansen, stökk fallhlífarstökk fyrstur Íslendinga tveimur árum áður.
- 1974 - Jarðskjálfti, 6,3 stig varð í Borgarfirði. Var þetta sterkasti kippurinn í tveggja mánaða jarðskjálftahrinu.
- 1987 - Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar, hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun ráðhúss fyrir Reykjavík.
- 1991 - Rússar kusu Boris Jeltsín forseta.
[breyta] Fædd
- 1850 - Þórunn Jónassen, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1922).
- 1915 - David Rockefeller, bandarískur bankamaður.
- 1924 - George H. W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti.
- 1929 - Anne Frank, þýskættaður dagbókarhöfundur og fórnarlamb helfarar gyðinga (d. 1945).
- 1968 - Birgir Ármannsson, íslenskur stjórnmálamaður.
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |