29. júní
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2007 Allir dagar |
29. júní er 180. dagur ársins (181. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 185 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1149 - Nur ad-Din vann sigur á furstadæminu Antíokkíu í orrustunni við Inab.
- 1198 - Páll Jónsson biskup lýsti yfir helgi Þorláks biskups Þórhallssonar fyrirrennara síns.
- 1613 - Leikhús Shakespeares, The Globe í London, brann til kaldra kola eftir að neisti barst úr fallbyssu við sýningu á Hinriki VIII.
- 1632 - Gísli Oddsson var kjörinn Skálholtsbiskup á Alþingi.
- 1700 - Friðriki 5. konungi unnir trúnaðareiðar á Alþingi.
- 1776 - Spænskir trúboðar vígðu kirkjuna Mission Dolores þar sem síðar reis borgin San Francisco.
- 1802 - Fyrsti dómur Landsyfirréttar kveðinn upp.
- 1912 - Nýja bíó í Reykjavík hóf kvikmyndasýningar á Hótel Íslandi.
- 1941 - Flutningaskipinu Heklu var sökkt er það var á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna. Talið var að þýskur kafbátur hefði verið að verki. Fjórtán manns fórust en sex björguðust eftir tíu sólarhringa hrakninga á fleka.
- 1951 - Ísland sigraði Svíþjóð í landsleik í knattspyrnu 4:3. Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk Íslands.
- 1952 - Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti Íslands.
- 1957 - Gústaf Adolf 6. konungur Svíþjóðar og Lovísa drottning komu í þriggja daga opinbera heimsókn.
- 1960 - Mannbjörg varð er flutningaskipið Drangajökull sökk í Pentlandsfirði norðan Skotlands.
- 1964 - Krabbameinsfélag Íslands opnaði leitarstöð í Suðurgötu í Reykjavík. Hún var síðar flutt í Skógarhlíð.
- 1974 - Isabel Perón varð forseti Argentínu eftir lát eiginmanns síns, forsetans Juan Perón.
- 1976 - Seychelleseyjar fengu sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1980 - Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst allra kvenna í heiminum til að verða þjóðkjörinn þjóðhöfðingi.
- 1996 - Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands.
- 2006 - Konur fengu kosningarétt í Kúveit.
[breyta] Fædd
- 1900 - Antoine de Saint-Exupéry, franskur rithöfundur (d. 1994).
- 1951 - Don Rosa, bandarískur myndasöguhöfundur.
[breyta] Dáin
- 1655 - Björn Jónsson á Skarðsá, höfundur Skarðsárannáls (f. 1574).
- 1925 - Christian Michelsen, norskur skipajöfur og sjálfstæðishetja (f. 1857).
- 1939 - Henry Stuart Jones, breskur fornfræðingur (f. 1867).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |