1632
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
1632 (MDCXXXII í rómverskum tölum) var 32. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 14. júní - Fasilides verður Eþíópíukeisari.
- 25. júní - Fasilides gerði eþíópísku kirkjuna aftur að þjóðkirkju.
- 29. júní - Gísli Oddsson var kjörinn Skálholtsbiskup á Alþingi.
- 16. nóvember - Þrjátíu ára stríðið: Svíar unnu sigur á keisarahernum í orrustunni við Lützen en Svíakonungur, Gústaf 2. Adolf, féll.
- 8. desember - Fréttir af falli Gústafs Adolfs bárust til Svíþjóðar og sex ára dóttir hans Kristín var gerð drottning undir forsjá Axels Oxenstierna.
[breyta] Ódagsettir atburðir
- Tartúháskóli var stofnaður í Eistlandi.
- Borgin Jakútsk í Rússlandi var stofnuð.
- Portúgalir voru reknir burt frá Bengal.
- Karl 1. Englandskonungur gaf út konunglegt leyfisbréf til nýlendunnar Maryland í Nýja heiminum.
[breyta] Fædd
- 30. apríl - Tilly, tékkneskur hershöfðingi (f. 1559).
- 29. ágúst - John Locke, enskur heimspekingur (d. 1704).
- 20. október - Christopher Wren, enskur arkitekt (d. 1723).
- 31. október - Jan Vermeer, hollenskur listmálari (d. 1675).
- 24. nóvember - Baruch Spinoza, hollenskur heimspekingur (d. 1672).
- 28. nóvember - Jean-Baptiste Lully, ítalskt tónskáld (d. 1687).
[breyta] Dáin
- 14. mars - Tokugawa Hidetada, sjógun í Japan (f. 1579).
- 30. apríl - Sigmundur 3. konungur Póllands (f. 1566).
- 16. nóvember - Gústaf 2. Adolf konungur Svíþjóðar féll í orrustunni við Lützen (f. 1594).
- 29. nóvember - Friðrik 5. kjörfursti (f. 1596).