Karl 1. Englandskonungur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karl 1. (19. nóvember 1600 – 30. janúar 1649) var konungur Englands, Írlands og Skotlands frá 27. mars 1625. Hann var sonur Jakobs Skotakonungs og Önnu af Danmörku, dóttur Friðriks 2.. Hann stóð í átökum við breska þingið sem taldi hann stefna að einveldi. Karl tapaði Biskupastríðinu gegn Skotum 1639 og 1642 hófst borgarastríð þegar Karl gerði tilraun til að handtaka fimm þingmenn breska þingsins grunaða um landráð. Borgarastríðinu lauk með fullkomnum ósigri stuðningsmanna Karls og stofnun lýðveldis. Karl var dreginn fyrir rétt, dæmdur og hálshöggvinn.
Fyrirrennari: Jakob 1. |
Konungur Englands 1625-1649 |
Eftirmaður: Karl 2. |
Konungur Írlands 1625-1649 |
||
Konungur Skotlands 1625-1649 |