17. öldin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
Aldir: | 16. öldin - 17. öldin - 18. öldin |
Áratugir: |
Fyrsti Annar Þriðji Fjórði Fimmti |
Flokkar: | Fædd - Dáin Stofnað - Lagt niður |
17. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1601 til loka ársins 1700. Venjulega er sagnfræðilega tímabilið nýöld sagt hefjast um miðja 17. öld.
[breyta] Helstu atburðir og aldarfar
- Vísindabyltingin átti sér stað á tímabilinu og raunhyggja varð ráðandi í vísindum.
- Kaupauðgisstefnan var ríkjandi hugmyndafræði í viðskiptum. Verslun og iðnaður voru bundin sérréttindum sem fengust með leyfisbréfum.
- Einveldishugmyndir voru áberandi í konungsríkjum Evrópu. Lénsveldi og aðli hnignaði en ríkisvald styrktist.
- Þrjátíu ára stríðið átti sér stað í Evrópu frá 1618-1648.
- Blómaskeið sjóræningja var á seinni hluta aldarinnar, sérstaklega í Karíbahafi.
- Ottómanar ríktu yfir Miðjarðarhafi og vald Englendinga óx á Atlantshafinu, en nýlendustórveldin Spánn og Portúgal veiktust.
- Hreintrúarstefna (púritanismi) var áberandi á fyrri hluta aldarinnar, en heittrúarstefna (píetismi) á þeim síðari í löndum mótmælenda.
- Galdrafárið náði hámarki og lauk undir lok tímabilsins, en tímabilið frá 1654-1690 er oft kallað brennuöld í Íslandssögunni, þegar menn voru brenndir á báli fyrir kukl.
- Jedótímabilið, eða lénsveldi samúræja hefst í Japan árið 1603.
- Í Kína tók Mansjútímabilið við af Mingtímabilinu árið 1644.
- Upphaf upplýsingarinnar er seint á öldinni.