1629
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1629 (MDCXXIX í rómverskum tölum) var 29. ár 17. aldar sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 4. mars - Massachusettsflóanýlendan fékk konungsleyfi.
- 10. mars - Karl 1. Englandskonungur leysti breska þingið upp og hóf ellefu ára harðstjórnina þar sem ekkert þing var.
- 22. maí - Kristján 4. Danakonungur samdi um frið við Albrecht von Wallenstein með Lýbikusáttmálanum sem batt endi á afskipti Dana af Þrjátíu ára stríðinu.
- 4. júní - Skip Hollenska Austur-Indíafélagsins, Batavia, strandaði á rifi undan vesturströnd Ástralíu.
[breyta] Ódagsettir atburðir
- Go-Mizunoo Japanskeisari sagði af sér embætti og dóttir hans Meishō tók við.
- Spánverjar reistu Santo Domingo-virki á Formósu.
[breyta] Fædd
- 9. mars - Alexis 1. Rússakeisari (d. 1676).
- 14. apríl - Christiaan Huygens, hollenskur vísindamaður (d. 1695).
- 17. ágúst - Jóhann 3. Sobieski, Póllandskonungur (d. 1696).
- Þorkell Arngrímsson, læknir og prestur í Görðum á Álftanesi (d. 1677).
[breyta] Dáin
- 19. janúar - Abbas mikli, Persakonungur (f. 1571).
- 30. janúar - Carlo Maderno, svissneskur arkitekt (f. 1556).
- 18. júní - Piet Heyn, hollenskur sjóliðsforingi (f. 1577).