Web - Amazon

We provide Linux to the World

ON AMAZON:


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Íslenska - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Íslenska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslenska
íslenska
Málsvæði: Íslandi
Heimshluti: Norður Evrópu
Fjöldi málhafa: um 300.000
Sæti:
Ætt: Indóevrópsk
 Germönsk
  Norðurgermönsk
   Vesturnorrænt
    Íslenska
Stafróf: Íslenska stafrófið
Opinber staða
Opinbert tungumál: Fáni Íslands Ísland
Norðurlandaráð
Stýrt af: Íslensk málstöð
Tungumálakóðar
ISO 639-1: is
ISO 639-2: ice og isl
SIL: ICE
TungumálListi yfir tungumál
Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Íslenska er indóevrópskt, germanskt og vesturnorrænt tungumál sem er einkum talað og ritað á Íslandi. Færeyska er það tungumál sem er skyldast íslensku. Útdauða tungumálið Norn og mállýskur frá vestur Noregi t.d. Sognamål eru líka mjög skyldar íslensku.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga íslensku

Íslenska á rætur að rekja til máls norskra landnámsmanna á 9. öld. Á þeim tíma sem hefur liðið hafa orðið talsverðar breytingar á tungumálinu, einkum á orðaforða og framburði, en lítt á málfræði, eins og kemur fram að neðan. Breytingar þessar, einkum á orðaforða, má rekja til breyttra lifnaðarhátta, breytinga á samfélaginu, nýrrar tækni og þekkingar, sem og áhrifa annarra tungumála á íslensku, einkum ensku og dönsku. Til hægðarauka er sögu íslenskunnar skipt í þrjú skeið: fornmál til um 1350, miðmál frá 1350 til um 1550 (eða 1600) og nýmál frá lokum miðmáls.

[breyta] Breytingar

Íslenskt ritmál hefur lítið breyst síðan á landnámsöld með þeim afleiðingum að Íslendingar geta enn í dag - með herkjum og skrekkjum - lesið forn rit á borð við Landnámu, Snorra-Eddu og Íslendingasögurnar. Samræmd stafsetning auðveldar lesturinn þó talsvert, auk þess sem orðaforði þessara rita er heldur takmarkaður. Meiri breytingar hafa orðið á framburði, svo miklar að Íslendingur 20. aldar myndi trúlega ekki skilja Íslending 13. aldar, gætu þeir talað saman.

Helstu breytingar á málinu ná því til orðaforða og framburðar, en minni breytingar hafa orðið á málfræði. (Sjá nánar í sögu íslenskunnar.)

Ýmsar ástæður eru fyrir því hversu vel málið hefur varðveist. Hefðbundna skýringin er auðvitað einangrun landsins, en líklega hefur fullmikið verið gert úr því og er sú skýring ein tæpast fullnægjandi. Önnur ástæða sem oft er nefnd er sú að málið hafi varðveist í skinnhandritunum, hvort sem var um afþreyingarbókmenntir að ræða eða fræði. Handritin hafi verið lesin og innihald þeirra flutt fyrir þá sem ekki voru læsir, þannig hafi mál þeirra varðveist og orðaforði handritanna haldist í málinu. Enn fremur hafi lærðir Íslendingar skrifað að miklu leyti á móðurmálinu, allt frá því að Ari fróði og Fyrsti málfræðingurinn skráðu sín rit, þess vegna hafi latínuáhrif orðið minni en víða annars staðar. Kirkjunnar menn á Íslandi voru líka fljótir að tileinka sér aðferðir Marteins Lúthers og Biblían var snemma þýdd á íslensku. Biblíur og önnur trúarrit voru því snemma til á íslensku á helstu fræðasetrum landsins og prestar boðuðu Guðs orð á íslensku. Þessa kenningu má helst styðja með því að bera okkur saman við þjóðir sem ekki áttu Biblíu á eigin tungu, t.d. Norðmenn, en þeir notuðust við danska Biblíu. Orsakir þeirrar þróunar sem varð á íslensku verða seint útskýrðar til hlítar, en þeir þættir sem nefndir eru hér að ofan hafa allir haft einhver áhrif.

Margir Íslendingar telja íslenskuna vera „upprunalegra“ mál en flest önnur og að hún hafi breyst minna. Það er ekki alls kostar rétt og má í því sambandi nefna að íslenskan hefur einungis fjögur föll af átta úr indóevrópska frummálinu, á meðan flest slavnesk mál hafa sex föll og pólska sjö. Þýska hefur einnig fjögur föll eins og íslenska og varðveitt eru rit á fornháþýsku sem eru mun eldri en íslensku handritin eða frá áttundu öld. Í Grikklandi er enn töluð gríska, rétt eins og fyrir þrjú þúsund árum og svo má lengi telja. Grikkir geta þó ekki skilið forngrísku eins og Íslendingar skilja texta á forníslensku, því breytingarnar voru of miklar milli forn-, mið- og nýgrísku, vegna ýmissa mállýskna sem höfðu áhrif hver á aðra. Öll þessi mál eiga það þó sameiginlegt að hafa breyst að einhverju leyti og er íslenskan þar engin undantekning. *[1]

[breyta] Málfræði

Orðflokkar í íslensku
Orðflokkur Dæmi Hlutverk
Nafnorð Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Að tilgreina einstaka hluti, eða flokka hluta, jafnt raunverulega sem ímyndaða.
Sagnorð Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Að gefa til kynna aðgerð eða atburð.
Lýsingarorð Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Að lýsa einhverjum hlut nánar. Oftast notað með nafnorði.
Fornöfn Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Vísa til nafnorðs sem þegar hefur verið nefnt eða persónu sem er þekkt. Sum fornöfn er hægt að nota í stað nafnorða án þess að þau vísi til nafnorðs sem þegar hefur verið nefnt.
Greinir Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Að gera nafnorð ákveðin. Greinir getur verið viðskeyttur eða settur fyrir framan nafnorð sem sér orð.
Töluorð Sautján stórir fuglar hoppa til hinna þriggja merku manna sem standa í garðinum. Þeir eru með tvo poka af fræjum handa fuglunum. Gefa til kynna fjölda eða magn.
Smáorð
Forsetning Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Hafa áhrif á merkingu fallorðs í setningu.
Atviksorð Hann fór upp stigann og inn í herbergið en hún fór niður stigann og út.

Hann les mjög illa. Hún las ekki vel.

Geta staðið með sögnum, lýsingarorðum og öðrum atviksorðum og þannig lýst þeim betur.
Nafnháttarmerki Stóri fuglinn er hoppa til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er gefa öðrum fuglum fræ. Nafnháttarmerkið er orðið „að“ á undan sagnorði í nafnhætti. Sögn í nafnhætti er án tíðar og endar oftast á „a“, þótt önnur orð endi á einhverju öðru (að abbast, að ferðast, að gleðjast).
Samtenging Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum og er með fræ handa fuglinum. Tengir saman einstök orð eða setningar til að mynda málsgrein. Skiptist í aðaltengingar og aukatengingar.
Upphrópanir Ó, hve fagur er fuglinn! – Sýna undrun, hrifningu, hræðslu, gleði, eða reiði.

[breyta] Mállýskur

Ýmis svæðisbundin afbrigði mynduðust í málinu, þrátt fyrir hinar litlu breytingar, en deildar meiningar eru um hvort sá munur geti kallast mállýskumunur. Hingað til hefur yfirleitt verið einblínt á framburðarmun þó einnig hafi einhver munur verið á orðanotkun. Málhreinsunarmönnum á fyrri hluta tuttugustu aldar þóttu sumar framburðarmállýskurnar ljótar og gengu hart fram í að útrýma þeim, sérstaklega flámæli. Skólarnir voru meðal annars notaðir í þeim tilgangi.

Mállýskumunur hefur dofnað talsvert á Íslandi á tuttugustu öld og sumar framburðarmállýskurnar eru nánast horfnar úr málinu.

Helstu íslensku framburðarmállýskurnar eru (voru) skaftfellskur einhljóðaframburður, vestfirskur einhljóðaframburður, harðmæli og raddaður framburður, ngl-framburður, bð- og gð-framburður, hv-framburður og rn- og rl-framburður.

[breyta] Íslenska utan Íslands

Íslenska er töluð af áhugamönnum og fólki af íslensku bergi brotið víðsvegar um heim. Mest er af íslenskumælandi fólki í Kanada og Bandaríkjunum, einna helst í Gimli í Manitoba, en þangað fluttist stór hópur Íslendinga (kallaðir Vesturfarar) við lok 19. aldar. Svo er að nefna þá er leggja nám á íslensku erlendis, t.d. þá sem læra íslensku í gegnum kennsluvef Háskóla Íslands [2], sem kallast Icelandic Online og sem erlendir aðilar tóku þátt í, m.a. háskóli í Wisconsin í Bandaríkjunum.

[breyta] Merk rit, rituð á íslensku

[breyta] Heimildir

  • Gyldendals Tibinds Leksikon. 1977. Aðalritstjóri: Jørgen Bang, cand. mag.. Gyldendalske Boghandel, Nordisk Forlag A.S. Kaupmannahöfn.
  • Heimir Pálsson. 1999. Frá lærdómsöld til raunsæis - Íslenskar bókmenntir 1550-1900. Vaka-Helgafell hf., Reykjavík.
  • Íslensk orðabók. 1985. Árni Böðvarsson ritstýrði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
  • Íslenska Alfræðiorðabókin A-G. 1990. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Örn og Örlygur hf., Reykjavík.
  • Íslenska Alfræðiorðabókin H-O. 1990. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Örn og Örlygur hf., Reykjavík.
  • Íslenska Alfræðiorðabókin P-Ö. 1990. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Örn og Örlygur hf., Reykjavík.
  • Ívar Björnsson. [Útgáfuár óþekkt]. Málsaga fyrir framhaldsskóla. 2. útgáfa. Offsetfjölritun hf., Reykjavík.

[breyta] Tengt efni

[breyta] Tenglar

Wikiorðabók
Wikiorðabókin er með skilgreiningu tengda:

Greinar um íslensku

[breyta] Orðabækur

[breyta] Íðorð

Germönsk tungumál
Indóevrópsk tungumál
Tungumál: Afríkanska | Danska | Enska | Færeyska | Hollenska | Íslenska | Jiddíska | Lúxemborgíska | Norska | Sænska | Þýska
Mállýskur: Alemanníska | Alsatíska | Flæmska | Frísneska | Nýlendualemanníska | Lágþýska | Limburgíska
Static Wikipedia 2008 (March - no images)

aa - ab - als - am - an - ang - ar - arc - as - bar - bat_smg - bi - bug - bxr - cho - co - cr - csb - cv - cy - eo - es - et - eu - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - frp - fur - fy - ga - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - jbo - jv - ka - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - ms - mt - mus - my - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nn - -

Static Wikipedia 2007 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -
https://www.classicistranieri.it - https://www.ebooksgratis.com - https://www.gutenbergaustralia.com - https://www.englishwikipedia.com - https://www.wikipediazim.com - https://www.wikisourcezim.com - https://www.projectgutenberg.net - https://www.projectgutenberg.es - https://www.radioascolto.com - https://www.debitoformativo.it - https://www.wikipediaforschools.org - https://www.projectgutenbergzim.com