Alþjóðlega hljóðstafrófið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþjóðlega hljóðstafrófið er hljóðstafróf notað af málvísindamönnum til þess að tákna málhljóð í tungumálum á nákvæman hátt. Flest tákn þess eru ættuð úr latneska stafrófinu, sum eru tekin úr gríska stafrófinu og önnur eru ótengd öllum áður tilbúnum stafrófum.