Indland
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|||||
Kjörorð: Satyameva Jayate (sanskrít) Sannleikurinn einn sigrar |
|||||
Þjóðsöngur: Jana Gana Mana | |||||
Höfuðborg | Nýja-Delí | ||||
Opinbert tungumál | Hindí, enska og 21 annað tungumá | ||||
Stjórnarfar | Lýðveldi Pratibha Patil Manmohan Singh |
||||
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
7. sæti 3.166.414 km² 9,56% |
||||
Mannfjöldi • Samtals (2007 (áætl.)) • Þéttleiki byggðar |
2. sæti 1,12 milljarðar 329/km² |
||||
VLF (KMJ) • Samtals • á mann |
áætl. 2006 415,6 millj. dala (4. sæti) 3,737 dalir (118. sæti) |
||||
Gjaldmiðill | Indversk rúpía | ||||
Tímabelti | IST (UTC +5:30) | ||||
Þjóðarlén | .in | ||||
Landsnúmer | 91 |
Lýðveldið Indland er annað fjölmennasta land jarðarinnar og það sjöunda stærsta að flatarmáli. Þar býr rétt yfir einn milljarður manns. Á síðustu 20 árum hefur Indland vaxið mikið bæði hvað varðar fólksfjölda og áhrif á svæðinu. Í dag er indverska hagkerfið það fjórða stærsta í heiminum, ef verg þjóðarframleiðsla er mæld út frá kaupmáttarjafnvægi, hagvöxtur þar var sá annar hæsti í heiminum árið 2003. Indland er langfjölmennasta lýðræðisríki heimsins og vaxandi hernaðarveldi, það hefur yfir að ráða kjarnorkuvopnum og einum stærsta herafla heimsins.
Landið er í Suður-Asíu með 7000 km langa strandlengju við Indlandshaf. Indland á landamæri að Pakistan, Kína, Mjanmar (áður Búrma), Bangladess, Nepal, Bútan og Afganistan. Srí Lanka, Maldíveyjar og Indónesía eru nærliggjandi eyríki í Indlandshafi. Indland hefur verið heimili margra elstu siðmenninga veraldar og hefur fætt af sér fjögur af stærstu trúarbrögðum nútímans: hindúisma, búddhisma, jainisma og sikhisma. Landið var hluti af Breska heimsveldinu fram til 1947, þegar það hlaut sjálfstæði.
[breyta] Saga
Fyrir um 9000 árum síðan fluttist fólk til Indlands sem var nefnt Indusdals-siðmenningin um 3300 f.Kr. Á eftir fylgdi Vedic-siðmenningin sem lagði grunninn að Hindúisma og indverskri menningu. Á þriðju öld f.Kr. sameinaði Ashoka keisari mikinn hluta Suður-Asíu, Maurya keisaradæmið. Við endalok keisaradæmisins árið 180 f.kr hófst stríðsástand sem stóð í tæpa öld. Á tímabilinu 100 f.Kr til 1100 e.Kr, skiptust margir mishæfir leiðtogar um keiarakrúnuna þ.á m. Chalukyas, Cholas, Pallavas, og Pandyas. Í Suður-Indlandi á þessum tíma blómstruðu vísindi, listir og skrift var orðin afbragðs góð og vel þekkt. Margir keisarar réðu í Indlandi um árið 1000. Nokkur þessara rikja voru Mughal, Vijayanagara, og Maratha Keisaraveldin´.
Bretar innlimuðu Indland sem nýlendu árið 1856. Í byrjun 20. aldarinnar hófu milljónir fólks að mótmæla friðsamlega t.d. með því að framfylgja ekki óréttlátum lögum breta. Einn leiðtogi mótmælandanna var Mahatma Gandhi, sem beitti friðsamlegum mótmælum sem nefnd var ahisma, sem þýðir ekkert ofbeldi. Þann 15. ágúst 1947 hlaut Indland sjálfstæði undan breska konungsveldinu. Stjórnarskrá Indlands var formlega tekin í notkun þann 26. janúar 1950. Fyrsti lýðræðislega kosni leiðtogi Indlands var forsetisráðherrann Jawaharlal Nehru.
Afganistan · Armenía1 · Aserbaídsjan (að hluta) · Austur-Tímor · Bangladess · Barein · Brúnei · Bútan · Egyptaland (að hluta) · Filippseyjar · Georgía1 (að hluta) · Heimastjórnarsvæði Palestínumanna · Indland · Indónesía · Íran · Írak · Ísrael · Japan · Jemen · Jórdanía · Kambódía · Kasakstan (að hluta) · Katar · Kirgistan · Kína · Kúveit · Kýpur1 · Laos · Líbanon · Malasía · Maldíveyjar · Mjanmar · Mongólía · Nepal · Norður-Kórea · Óman · Pakistan · Rússland (að hluta) · Sameinuðu arabísku furstadæmin · Sádí-Arabía · Singapúr · Srí Lanka · Suður-Kórea · Sýrland · Tadsjikistan · Taíland · Túrkmenistan · Tyrkland (að hluta) · Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur · Tævan · Úsbekistan · Víetnam
1. Venjulega talin til Asíu landfræðilega, en oft talin til Evrópulanda af menningarlegum og sögulegum ástæðum.