9. ágúst
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2007 Allir dagar |
9. ágúst er 221. dagur ársins (222. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 144 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1851 - Er þjóðfundinum í Reykjavík var slitið hrópuðu þingmenn undir forystu Jóns Sigurðssonar: „Vér mótmælum allir“. Minningartafla um þennan atburð er í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík þar sem fundurinn var haldinn.
- 1873 - Kveðja, fyrsta kvæði eftir Stephan G. Stephansson, birtist í blaðinu Norðanfara fáum dögum eftir að Stephan fór alfarinn af Íslandi.
- 1945 - Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgina Nagasaki.
- 1974 - Richard Nixon Bandaríkjaforseti sagði af sér.
- 1977 - Urho Kekkonen forseti Finnlands kom í opinbera heimsókn til Íslands. Hann hafði komið einu sinni áður.
- 1979 - Menntamálaráðuneytið friðaði húsin á Bernhöftstorfu í Reykjavík.
- 2005 - Benjamin Netanyahu, þá fjármálaráðherra Ísraels, sagði af sér til að mótmæla áformum Ariels Sharon um að leggja niður landtökubyggðir Gyðinga á Gasaströndinni.
- 2005 - Lee Hughes, enskur knattspyrnumaður, dæmdur í sex ára fangelsi vegna manndráps.
[breyta] Fædd
- 1927 - Marvin Lee Minsky, bandarískur vísindamaður.
- 1939 - Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu.
- 1963 - Whitney Houston, bandarísk söngkona, lagahöfundur, leikkona og framleiðandi.
[breyta] Dáin
- 1927 - Stephan G. Stephansson, vestur-íslenskt skáld (f. 1853).
- 1962 - Hermann Hesse, þýskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1877).
- 1975 - Dímítríj Sjostakovítsj, rússneskt tónskáld (f. 1906).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |