25. ágúst
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2007 Allir dagar |
25. ágúst er 237. dagur ársins (238. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 128 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1609 - Galileo Galilei sýndi nokkrum feneyskum kaupmönnum stjörnukíki sem hann notaði til að skoða tungl Júpíters og afsanna þannig jarðmiðjukenninguna.
- 1718 - Borgin New Orleans stofnuð í Louisiana.
- 1768 - James Cook lagði upp í sína fyrstu ferð.
- 1825 - Úrúgvæ lýsti yfir sjálfstæði frá Brasilíu.
- 1895 - Stofnað var Hið skagfirska kvenfélag, sem enn starfar en heitir nú Kvenfélag Sauðárkróks.
- 1902 - Sighvatur Árnason (f. 1823, d. 1911), sem orðið hefur elstur allra sitjandi þingmanna, lét af þingmennsku og var þá 78 ára gamall.
- 1912 - Þjóðernisflokkur Kína, Kuomintang, stofnaður.
- 1944 - Síðari heimsstyrjöldin: Bandamenn frelsuðu París.
- 1970 - Stífla var sprengd í Miðkvísl í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu í mótmælaskyni við stækkun Laxárvirkjunar.
- 1980 - Microsoft kynnti sína útgáfu af Unix, Xenix.
[breyta] Fædd
- 1924 - Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs (d. 1984).
- 1930 - Sean Connery, skoskur leikari.
- 1949 - Martin Amis, enskur rithöfundur.
- 1954 - Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur.
- 1958 - Tim Burton, bandarískur leikstjóri.
- 1960 - Jonas Gahr Støre, norskur stjórnmálamaður.
- 1963 - Ævar Örn Jósepsson, íslenskur rithöfundur.
- 1975 - Tinna Hrafnsdóttir, íslensk leikkona.
[breyta] Dáin
- 1270 - Loðvík 9. Frakkakonungur (f. 1215).
- 1665 - Torfi Erlendsson, sýslumaður í Gullbringusýslu (f. 1598).
- 1688 - Henry Morgan, velskur fríbýttari (f. 1635).
- 1699 - Kristján 5. Danakonungur (f. 1646).
- 1776 - David Hume, skoskur heimspekingur (f. 1711).
- 1908 - Henri Becquerel, franskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1852).
- 1900 - Friedrich Nietzsche, þýskur heimspekingur (f. 1844).
- 2000 - Carl Barks, bandarískur myndasöguhöfundur (f. 1901).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |