10. ágúst
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2007 Allir dagar |
10. ágúst er 222. dagur ársins (223. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 143 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1628 - Sænska skipinu Vasa hvolfdi í jómfrúrferð sinni.
- 1779 - Rasmus Lievog hóf veðurathuganir á Álftanesi, sem voru með þeim fyrstu á Íslandi. Hann skráði athuganir sínar fjórum sinnum á sólarhring í sex ár.
- 1801 - Landsyfirréttur tók til starfa og kom að nokkru leyti í stað Alþingis, sem lagt var niður. Magnús Stephensen var fyrsti dómstjóri réttarins, sem starfaði til 22. desember 1919.
- 1927 - Stephan G. Stephansson skáld í Kanada lést. Eitt af þekktustu kvæðum hans er „Þótt þú langförull legðir“. Kvæðasafn hans heitir Andvökur.
- 1930 - Fyrsta sjúkraflug á Íslandi flaug Súlan er sjúkur piltur var fluttur úr Kjósinni til Reykjavíkur. Vélin lenti á Meðalfellsvatni í Kjós.
- 1975 - Guðlaug Þorsteinsdóttir varð fyrsti kvenskákmeistari Norðurlanda aðeins fjórtán ára gömul.
- 1984 - Bjarni Friðriksson varð í þriðja sæti og hlaut því bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum í Los Angeles í Bandaríkjunum.
- 1988 - Stríði Íraks og Írans lauk með friðarsamningum.
- 2002 - Frjálshyggjufélagið stofnað á Íslandi.
[breyta] Fædd
- 1810 - Camillo Benso greifi af Cavour, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1861).
- 1874 - Herbert Hoover, Bandaríkjaforseti (d. 1964).
- 1962 - Siv Friðleifsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1962 - Halldór Björnsson, íslenskur leikari.
[breyta] Dáin
- 1559 - Christoffer Huitfeldt, hirðstjóri á Íslandi (f. um 1501).
- 1980 - Gareth Evans, breskur heimspekingur (f. 1946).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |