22. desember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2007 Allir dagar |
22. desember er 356. dagur ársins (357. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 9 dagar eru eftir af árinu. 22. desember er stundum kallaður Hlakkandi.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 401 - Innósentíus varð páfi.
- 1168 - Kalífinn lét brenna Kaíró vegna ótta við að krossfarar myndu leggja hana undir sig. Borgin brann í 54 daga.
- 1603 - Akmeð 1. varð soldán í Tyrkjaveldi.
- 1800 - Páll 1. Rússakeisari undirritaði yfirlýsingu um að Georgía yrði hluti af Rússaveldi.
- 1897 - Í turni Dómkirkjunnar í Reykjavík var sett upp stundaklukka, sem Thomsen kaupmaður gaf og er hún þar enn.
- 1919 - Síðustu dómar voru kveðnir upp í Landsyfirrétti.
- 1945 - Ný Ölfusárbrú var tekin í notkun.
- 1947 - Stjórnarskrá Ítalíu var samþykkt af stjórnlagaþinginu.
- 1987 - Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík gekk í gildi og leysti af hólmi aðra, sem var meira en hálfrar aldar gömul.
- 1988 - New York-samningarnir voru undirritaðir milli Kúbu, Angóla og Suður-Afríku þar sem Sameinuðu þjóðirnar fengu stjórn Namibíu.
- 1989 - Ion Iliescu varð forseti Rúmeníu.
[breyta] Fædd
- 1639 - Jean Racine, franskt leikskáld (d. 1699).
- 1848 - Ulrich von Wilamowitz-Moellendorff, þýskur fornfræðingur (d. 1931).
- 1869 - Alfred Edward Taylor, breskur heimspekingur (d. 1945).
- 1887 - Srinivasa Ramanujan, indverskur stærðfræðingur (d. 1920).
[breyta] Dáin
- 1943 - Beatrix Potter, enskur barnabókahöfundur (f. 1866).
- 1989 - Samuel Beckett, írskt leikritaskáld (f. 1906).
[breyta] Hátíðis- og tyllidagar
- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Gáttaþefur til byggða þennan dag.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |