13. desember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2007 Allir dagar |
13. desember er 347. dagur ársins (348. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 18 dagar eru eftir af árinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 1408 - Drekareglan var formlega stofnuð af Sigmundi Ungverjalandskonungi.
- 1545 - Kirkjuþingið í Trento var sett.
- 1577 - Francis Drake lagði upp í hnattferð sem lauk 1580.
- 1937 - Japanski herinn hertók Nanjing.
- 1947 - Breski togarinn Dhoon strandaði undir Látrabjargi og var tólf mönnum bjargað við mjög erfiðar aðstæður. Björgunarmennirnir voru heiðraðir með æðstu heiðursmerkjum Slysavarnafélags Íslands og heiðursmerkjum frá Bretakonungi. Síðar var kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg gerð um þennan atburð og voru atriði í henni tekin þegar annar breskur togari strandaði á svipuðum slóðum.
- 1981 - Wojciech Jaruzelski lýsti yfir herlögum í Póllandi.
- 1992 - Vígt var nýtt orgel í Hallgrímskirkju í Reykjavík og er það stærsta hljóðfæri á Íslandi og vegur um 25 tonn. Í því eru 5200 pípur og hæð þess er um 17 metrar. Smíði þess kostaði um 100 milljónir króna.
- 2006 - Þrír ítalskir verkamenn slösuðust þegar tvær járnbrautarlestar skullu saman við gerð Kárahnjúkavirkjunar.
[breyta] Fædd
- 1553 - Hinrik 4. Frakkakonungur (d. 1610).
- 1744 - Séra Jón Þorláksson frá Bægisá (d. 1819).
- 1954 - Lárus Halldór Grímsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1957 - Steve Buscemi, bandarískur leikari.
- 1967 - Jamie Foxx, bandarískur leikari.
- 1980 - Agnieszka Włodarczyk, pólsk leikkona.
[breyta] Dáin
- 1124 - Kallixtus 2. páfi.
- 1466 - Donatello, ítalskur listamaður (f. 1386).
- 1922 - Hannes Hafstein, ráðherra (f. 1861).
[breyta] Hátíðis- og tyllidagar
- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Giljagaur til byggða þennan dag.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |