Jólin koma
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ljóðabókin Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum kom út fyrst árið 1932. Í henni er meðal annars ljóðið Jólasveinarnir þar sem Jóhannes lýsir jólasveinunum þrettán. Með þessu ljóði má segja að hann hafi sett í fastar skorður þá röð sem jólasveinarnir halda til manna.
Ljóðabókin Jólin koma hefur verið endurprentuð oft frá fyrstu útgáfu. Nýjasta útgáfan er gefin út af Mál og menningu árið 2003 (ISBN 9979-3-0455-3)