Bókmenntir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bókmenntir eru safn texta eða rita, bæði skáldverka og ljóða (fagurbókmennta) og annarra ritverka, s.s. fræðirita. Hugtakið á fyrst og fremst við um ritverk en hefur líka verið notað yfir verk munnlegrar menningar, s.s. þjóðsögur, sönglög og kvæði. Ýmis konar rit og ritun teljast til bókmennta, svo sem ljóðlist, leikritun, skáldskapur og fræðiritun.
Bókmenntir geta haft mikið gildi fyrir þau samfélög þar sem þær urðu til. Biblían og Ilíonskviða eru dæmi um merk ritverk sem eru veigamikill þáttur í bókmenntaarfi þeirra þjóða sem skrifuðu þau, og Íslendingasögurnar, eins og t.d. Njála, hafa mótað mjög sjálfsmynd Íslendinga í gegnum aldirnar.
Bókmenntafræði er fræðigrein sem fæst einkum við rannsóknir á bókmenntum.