Látrabjarg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hnit: 65°30′ N 24°30′ V
Látrabjarg er fuglabjarg á Vestfjörðum. Það er stærsta sjávarbjarg Íslands, 14 km að lengd og 441 metra hátt. Látrabjargi er í daglegu tali skipt í fjóra hluta Keflavíkurbjarg, Látrabjarg, Bæjarbjarg og Breiðavíkurbjarg. Látrabjarg hefur verið nytjað frá landnámstíð.
Nafnið kemur af orðinu látur.
[breyta] Björgunarafrekið við Látrabjarg
Togarinn Dhoon strandaði undir Geldingsskorardal í mikli óveðri þann 12. desember 1947 og hófust þá miklar björgunaraðgerðir. Hún stóð yfir í um þrjá daga og nær allir bændur í grendinni unnu við hana. 3 skipverjar höfðu drukknað áður en björgunarmenn höfðu sigið niður bjargið en hinir 12 eftirlifandi var öllum bjargað. Stuttu síðar var gerð heimildarmynd um björgunina sem Óskar Gíslason leikstýrði. Á meðan tökum stóð strandaði togarinn Sargon og náði Óskar myndum af þeirri björgun og notaði í heimildarmyndinni. Hún var frumsýnd árið 1949.
[breyta] Sjá einnig
[breyta] Tengill
- Látrabjarg á Vestfjarðavefnum
- Björgunarafrekið við Látrabjarg á Internet Movie Database