4. desember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2007 Allir dagar |
4. desember er 338. dagur ársins (339. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 27 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 771 - Karlóman 1. af ætt Karlunga dó, Karlamagnús varð þá einn Frankakonungur.
- 1110 - Fyrsta krossferðin: Krossfarar lögðu Sídon undir sig.
- 1563 - Kirkjuþinginu í Trento lauk.
- 1791 - Fyrsta tölublað The Observer, fyrsta sunnudagsdagblaðs heims, var gefið út.
- 1954 - Kvikmyndin Salka Valka eftir sögu Halldórs Laxness var frumsýnd í Nýja bíói og Austurbæjarbíói í Reykjavík.
- 1958 - Upp úr slitnaði í samstarfi flokkanna sem mynduðu Hræðslubandalagið.
- 1965 - Fyrsti íþróttaleikurinn fór fram í íþróttahöllinni í Laugardal.
- 1971 - Veitingahúsið Glaumbær, sem var einn vinsælasti skemmtistaður í Reykjavík í áratug, gjöreyðilagðist í eldsvoða. Húsið var síðar gert upp og er þar nú Listasafn Íslands.
- 1981 - Stytta af heilagri Barböru var afhjúpuð á messudegi hennar í kapellunni í Kapelluhrauni við Straumsvík.
- 1991 - Pan Am-flugfélagið hætti störfum.
- 1998 - Öðrum hluta Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, Unity, var skotið á loft.
- 2006 - Wii-leikjatölvan frá Nintendo var sett á markað.
[breyta] Fædd
- 1612 - Samuel Butler, enskur rithöfundur (d. 1680).
- 1861 - Hannes Hafstein, ráðherra Íslands (d. 1922).
- 1875 - Rainer Maria Rilke, tékkneskt skáld (d. 1926).
- 1969 - Jay-Z, bandarískur rappari.
- 1973 - Tyra Banks, bandarísk fyrirsæta og leikkona.
[breyta] Dáin
- 771 - Karlóman 1., Frankakonungur (f. 751).
- 1131 - Omar Khayyám, persneskt skáld (f. 1048).
- 1642 - Richelieu kardináli (f. 1585).
- 1679 - Thomas Hobbes, enskur heimspekingur (f. 1588).
- 1680 - Thomas Bartholin, danskur læknir (f. 1616).
- 1937 - Elín Briem, skólastjóri (f. 1856).
- 1976 - Benjamin Britten, breskt tónskáld (f. 1913).
- 1993 - Frank Zappa, tónlistarmaður (f. 1940).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |