15. nóvember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | |
2007 Allir dagar |
15. nóvember er 319. dagur ársins (320. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 46 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1888 - Í Reykjavík var haldið upp á 25 ára valdatíma Kristjáns konungs níunda með því að kveikja á kerti í nánast hverjum glugga.
- 1920 - Fyrsti fundur Þjóðabandalagsins var haldinn í Genf.
- 1969 - Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson stofnuðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna.
- 1978 - Farþegaþotan Leifur Eiríksson í eigu Flugleiða fórst í aðflugi á Colombo á Sri Lanka og fórust 197 manns. Vélin var í pílagrímaflugi. Þetta var mesta flugslys íslenskrar flugsögu.
- 1985 - Mikið illviðri fylgdi krappri lægð sem gekk yfir landið. Járnplötur fuku víða og eitt elsta tré í Reykjavík brotnaði.
- 1990 - Samþykkt var í Borgarstjórn Reykjavíkur að gefa afgreiðslutíma verslana frjálsan.
- 1993 - Í Kasakstan var nýr gjaldmiðill, tenga, tekinn upp í staðinn fyrir rúblur.
[breyta] Fædd
- 1607 - Madeleine de Scudéry, franskur rithöfundur (d. 1701).
- 1887 - Georgia O'Keeffe, bandarískur myndlistarmaður (d. 1986).
- 1950 - Hjálmar Árnason, íslenskur stjórnmálamaður.
[breyta] Dáin
- 1280 - Albertus Magnus, þýskur heimspekingur og guðfræðingur (f. 1193).
- 1630 - Johannes Kepler, þýskur stærðfræðingur og stjörnufræðingur (f. 1571).
- 1713 - Þorleifur Halldórsson, íslenskur rithöfundur (f. 1683).
- 1787 - Christoph Willibald Gluck, þýskt tónskáld (f. 1714).
- 1863 - Friðrik 7. Danakonungur (f. 1808).
- 1908 - Cixi keisaraekkja, einvaldur í Kína (f. 1835).
- 1916 - Henryk Sienkiewicz, pólskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1846).
- 1917 - Émile Durkheim, franskur félagsfræðingur (f. 1858).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |