17. nóvember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | |
2007 Allir dagar |
17. nóvember er 321. dagur ársins (322. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 44 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1558 - Elísabet 1. tók við konungdómi í Englandi og Írlandi eftir hálfsystur sína. Elísabetartímabilið hófst á Englandi.
- 1603 - Sir Walter Raleigh var dreginn fyrir rétt í Winchester-kastala ákærður fyrir þátttöku í Maine-samsærinu.
- 1869 - Súesskurðurinn milli Rauðahafs og Miðjarðarhafs var opnaður.
- 1912 - Íslenska guðspekifélagið var stofnað í Reykjavík.
- 1913 - Morgunblaðið birti fyrstu íslensku fréttamyndirnar, sem voru dúkristur, gerðar vegna morðmáls í Dúkskoti í Reykjavík.
- 1938 - Vikan kom út í fyrsta sinn, fyrsti ritstjóri hennar var Sigurður Benediktsson.
- 1939 - Starfsmannafélag ríkisstofnana, SFR, var stofnað.
- 1940 - Akureyrarkirkja var vígð og var þá stærsta guðshús íslensku þjóðkirkjunnar.
- 1946 - Þrjú hús gjöreyðilögðust og mörg skemmdust mikið í bruna í Þingholtunum í Reykjavík.
- 1962 - Samvinnubankinn var stofnaður, en hann rann saman við Landsbankann 1991.
- 1974 - Viktor Borge, danskur píanóleikari og háðfugl, kom fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
- 1983 - Mikligarður, stærsta verslun landsins, var opnuð í Reykjavík. Verslunin varð gjaldþrota 1993.
- 1984 - Jón Baldvin Hannibalsson var kjörinn formaður Alþýðuflokksins, en hann bauð sig fram á móti sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni.
- 1988 - Linda Pétursdóttir var kjörin Ungfrú heimur, 18 ára gömul. Hún var einnig kjörin Ungfrú Evrópa.
[breyta] Fædd
- 9 - Vespasíanus, Rómarkeisari (d. 79).
- 1784 - Ebenezer Henderson, skoskur prestur og Íslandsvinur (d. 1858).
- 1794 - George Grote, enskur fornfræðingur (d. 1871).
- 1878 - Lise Meitner, austurrískur eðlisfræðingur (d. 1968).
- 1896 - Lév Vígotskíj, rússneskur sálfræðingur (d. 1934).
- 1942 - Martin Scorsese, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 1966 - Jeff Buckley, bandarískur tónlistarmaður (d. 1997).
[breyta] Dáin
- 1558 - María 1. Englandsdrottning (f. 1516).
- 1796 - Katrín mikla, keisaraynja Rússlands (f. 1729).
- 1917 - Auguste Rodin, franskur myndhöggvari (f. 1840).
- 2006 - Ferenc Puskás, ungverskur knattspyrnumaður (f. 1928).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |