7. nóvember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | |
2007 Allir dagar |
7. nóvember er 311. dagur ársins (312. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 54 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1550 - Jón Arason, biskup á Hólum, og synir hans, Björn Jónsson, prestur á Melstað og Ari Jónsson, lögmaður, voru teknir af lífi í Skálholti eftir harðvítugar deilur á milli lútherskra manna og kaþólskra um völd í landinu.
- 1931 - Héraðsskólinn í Reykholti var vígður, en hann var einn af 9 skólum, sem stofnaðir voru að frumkvæði Jónasar Jónssonar frá Hriflu.
- 1976 - Fyrsti hluti Hitaveitu Suðurnesja var tekinn í notkun.
- 1987 - Ólafur Ragnar Grímsson varð formaður Alþýðubandalagsins og tók við af Svavari Gestssyni.
[breyta] Fædd
- 1867 - Marie Curie, pólskur efnafræðingur (d. 1934).
- 1885 - Frank H. Knight, bandarískur hagfræðingur (d. 1972).
- 1967 - David Guetta, franskur plötusnúður.
[breyta] Dáin
- 1550 - Jón Arason biskup á Hólum.
- 1550 - Björn Jónsson prestur á Mel í Miðfirði.
- 1550 - Ari Jónsson lögmaður.
- 1962 - Eleanor Roosevelt, forsetafrú Bandaríkjanna (f. 1884).
- 1981 - Robert Maxwell Ogilvie, skoskur fornfræðingur (f. 1932).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |