1. mars
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feb – Mars – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2008 Allir dagar |
1. mars er 60. dagur ársins (61. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 305 dagar eru eftir af árinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 1290 - Háskólinn í Coimbra, einn elsti háskóli Evrópu, stofnaður.
- 1565 - Borgin Rio de Janeiro í Brasilíu var stofnuð.
- 1628 - Karl 1. Englandskonungur hóf að innheimta skipaskatt af öllum bæjum í Englandi án heimildar þingsins.
- 1634 - Vladislás 4. konungur Póllands sigraði rússneskan her í orrustunni um Smolensk.
- 1642 - Nokkrir íbúar Galway tóku enskt skip og lýstu yfir stuðningi við Írska sambandsríkið.
- 1692 - Galdramálin í Salem hófust í Salem í Massachusetts.
- 1905 - Fyrsta símaskrá á Íslandi var gefin út, Talsímaskrá Reykjavíkur.
- 1940 - Vélbátinn Kristján frá Sandgerði rak vélarvana að landi eftir tólf daga hrakninga. Áhöfnin hafði haldið lífi með því að eima sjó. Þeir höfðu verið taldir af er þá loks bar að landi í Skiptivík í Höfnum.
- 1961 - Fyrstu kosningarnar voru haldnar í Úganda.
- 1970 - Ísland gekk í EFTA, Fríverslunarsamtök Evrópu. Aðildin hafði verið samþykkt á Alþingi 19. desember 1969.
- 1973 - Palestínsku hryðjuverkasamtökin Svarti september gerðu árás á sendiráð Sádí-Arabíu og tóku þrjá vestræna diplómata af lífi.
- 1974 - Sjö aðilar voru ákærðir fyrir að hindra réttvísina í Watergate-málinu.
- 1988 - Ný umferðarlög gerðu notkun ökuljósa allan sólarhringinn að skyldu, svo og notkun öryggisbelta.
- 1989 - Bjór var leyfður á ný á Íslandi eftir áratuga bann.
- 1991 - Ólafsfjarðargöngin formlega opnuð. Þau voru þá lengstu veggöng á Íslandi, um 3.400 metrar.
- 1994 - Namibía tók við stjórn Walvis Bay og nokkurra eyja við ströndina frá Suður-Afríku.
[breyta] Fædd
- 40 - Martialis, rómverskt skáld (d. um 102).
- 1445 - Sandro Botticelli, ítalskur listmálari (d. 1510).
- 1810 - Fryderyk Chopin, pólskur píanóleikari og tónskáld (d. 1849). Fæðingardagur hans er á reiki, 22. febrúar er einnig nefndur.
- 1875 - Sigurður Eggerz, forsætisráðherra Íslands (d. 1945).
- 1892 - Ryūnosuke Akutagawa, japanskur rithöfundur (d. 1927).
- 1913 - Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra Íslands (d. 1984).
- 1922 - Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels (d. 1995).
- 1931 - Lamberto Dini, ítalskur stjórnmálamaður.
- 1944 - Árni Johnsen, íslenskur stjórnmálamaður.
[breyta] Dáin
- 1633 - George Herbert, enskt skáld (f. 1593).
- 1643 - Girolamo Frescobaldi, ítalskt tónskáld (f. 1583).
- 1964 - Davíð Stefánsson, skáld, frá Fagraskógi (f. 1895).
- 1978 - Paul Scott, breskur rithöfundur (f. 1920).
- 1987 - Bertrand de Jouvenel, franskur rithöfundur (f. 1903).
[breyta] Hátíðisdagar
- Á Íslandi er dagurinn oft kallaður „bjórdagurinn“ eða „B-dagurinn“.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |