Reiðhjól
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reiðhjól er farartæki sem knúið er áfram af vöðvum hjólreiðamannsins. Hjólreiðar eru stundaðar sem ferðamáti, sem íþrótt, og til afþreyingar og útivistar. Þegar farið er á lágum hraða, sem til dæmis 1-15 km/klst, er reiðhjólið orkusnjallasti farartæki sem er almennt í boði. [1][2] Samanburðarrannsóknir sem hafa fylgst með venjulegt fólk yfir áratugi og borið saman heilsufar og dánarlikur hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem hjóla til samgangna lífa talsvert lengur. Dánarlikur á tímabílinu voru 30% lægri hjá þeim sem hjóla, en öðrum eftir að hafa leiðrétt fyrir ýmsar aðrar breytur svo sem önnur likamsrækt, samfélagsleg staða, kyn og fleira. [3][4]
Tegundir reiðhjóla eru til dæmis:
- Borgarhjól
- Götuhjól (hannað til keppnisnotkunnar)
- Fjallahjól
- Liggihjól
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga reiðhjólsins á Íslandi
Knud Zimsen segir frá því í endurminningum sínum, að Guðbrandur Finnbogason verslunarstjóri hafi átt fyrsta reiðhjólið, sem kom til Íslands. Hjólagrindin var úr járni, en hjólin úr tré með járngjörðum. Ekkert drif var á því, og þess vegna ekki hægt að hjóla upp í móti. Þetta hjól er nú á Þjóðminjasafninu. Guðmundur Sveinbjörnsson átti annað hjól af svipaðri gerð. 1892-1893 bættust tvö önnur hjól við, átti Teitur Ingimundarson úrsmiður annað, en Elías Olsen bókhaldari hitt. Var framhjólið á því mjög stórt, en aftari hjólið sáralítið. Tók það hinum mjög fram, enda safnaðist fólk saman til að horfa á hann aka á því umhverfis Austurvöll. Þessi hjól voru aldrei kölluð annað á máli Reykvíkinga en Velociped.
[breyta] Tengt efni
[breyta] Tilvitnanir
- ↑ "Johns Hopkins Gazette", 30. ágúst 1999
- ↑ Whitt, Frank R.; David G. Wilson (1982). Bicycling Science, Second edition, Massachusetts Institute of Technology, 277-300. ISBN 0-262-23111-5.
- ↑ "Archives of Internal Medicine", 2000
- ↑ Andersen, Lars Bo; Peter Schnohr, MD; Marianne Schroll, PhD, DMSc; Hans Ole Hein, MD (2000). „All-Cause Mortality Associated With Physical Activity During Leisure Time, Work, Sports, and Cycling to Work“: 1621-1628. ISSN 0003-9926.
[breyta] Tenglar
- Íslenski Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólreiðafélag Reykjavíkur
- Hjólreiðafélagið Hjólamenn
- Landssamtök Hjólreiðamanna
- European Cyclists' Federation
- Velo Info
- Alþjóðahjólreiðasambandið
- Grein í Lögbergi Hver fann reiðhjólið? [sic], í Lögbergi árið 1946