See also ebooksgratis.com: no banners, no cookies, totally FREE.

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Málvísindi - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Málvísindi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Síða úr áströlsku bókinni gurre kamilaroi.
Síða úr áströlsku bókinni gurre kamilaroi.

Málvísindi er sú grein vísindanna sem fæst við rannsóknir á tungumálum. Þeir sem leggja stund á greinina kallast málvísindamenn. Erfitt er að henda á því reiður hvert sé nákvæmt viðfangsefni málvísinda því þau tengjast nánast öllum fræðum um manninn að einhverju leyti.

Efnisyfirlit

[breyta] Tvískiptingar og tungumál

Það má hugsa sér málvísindarannsóknir eftir eftirfarandi þremur tvískiptingum:

Söguleg og samtímaleg málvísindi Söguleg málvísindi fást við sögu ákveðins tungumáls eða tungumálafjölskyldu á einhverju tímabili, breytingar á einstökum þáttum þeirra eða formgerðum. Samtímaleg málvísindi fást aftur á móti við rannsóknir á tungumáli á ákveðnu stigi í tíma.

Kennileg og hagnýtt málvísindi Kennileg málvísindi eru líka kölluð almenn málvísindi og fást við að setja fram kenningar til að lýsa tungumálum almennt eða einstökum tungumálum. Í hagnýttum málvísindum er þessum kenningum svo beitt á öðrum sviðum, t.d. við tungumálakennslu.

Málvísindi í samhengi við aðra hluti og sérstæð málvísindi Einnig eru til undirgreinar málvísinda sem fást við tungumálið í ýmsu samhengi, t.d. félagslegu; félagsmálvísindi, málnotkunarfræði og rannsóknir á máltöku falla undir þennan hluta. Sérstæð málvísindi eru hins vegar rannsóknir á tungumálum sem taka ekki tillit til neinna utanaðkomandi þátta.

Erfitt er að gefa málvísindum ákveðinn stað innan til dæmis sviða á borð við hugvísindi, raunvísindi eða félagsvísindi. Það er bæði vegna þess að menn eru ekki á eitt sáttir um hvar þau eiga heima en einnig er augljóst að erfitt er að færa fræðigrein sem fæst við allt frá eðlisfræðilegum eigindum málhljóða til félagslegra áhrifa í málnotkun í einhver ákveðinn bás.

[breyta] Rannsóknarsvið kennilegra málvísinda

Undir kennileg málvísindi heyra mörg svið sem eru að nokkru leyti rannsökuð sjálfstætt:

  • Hljóðfræði fjallar um málhljóð tungumála.
  • Hljóðkerfisfræði fjallar um hegðun málhljóðanna innan hljóðkerfa tungumála.
  • Orðhlutafræði fjallar um innri byggingu orða, um beygingu og orðmyndun.
  • Setningafræði fjallar um það hvernig orð raðast saman til að mynda málfræðilega tækar setningar.
  • Merkingarfræði fjallar um merkingu orða og hvernig þau mynda saman merkingu setninga.
  • Málnotkunarfræði fjallar um það hvernig talið er notað (bókstaflega, í yfirfærðri merkingu o.s.frv.) í samskiptum.
  • Söguleg málfræði fjallar um tengsl milli skyldra mála.
  • Málgerðafræði (týpología) fjallar um málfræðilegar eigindir sem fyrirfinnast í öllum málum heims.
  • Stílfræði fjallar um stíl í hinum ýmsu tungumálum.
  • Orðræðugreining fjallar um setningar sem mynda texta.

Umfjöllunarefni þessara sviða skarast töluvert og sum eru umdeild. Engu að síður hefur hvert svið sín eigin hugtök sem hafa mikla þýðingu í rannsóknum.

[breyta] Söguleg málfræði

[breyta] Tengt efni

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.



aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -