8. janúar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2008 Allir dagar |
8. janúar er 8. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 357 dagar (358 á hlaupári) eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1297 - Mónakó fékk sjálfstæði.
- 1686 - Á Suðurnesjum snjóaði svo mjög á tveimur dögum að tók meðalmanni í mitti, segir í Kjósarannál.
- 1697 - Thomas Aikenhead, skoskur námsmaður, var tekinn af lífi fyrir guðlast.
- 1895 - Blaðið Framsókn, sem var fyrsta kvennablaðið á Íslandi, kom út á Seyðisfirði. Það kom út til ársloka 1903.
- 1912 - Afríska þjóðarráðið var stofnað.
- 1926 - Abdul-Aziz ibn Saud varð konungur Hejaz og endurnefndi það Sádí-Arabíu.
- 1928 - Knattspyrnufélag Akureyrar var stofnað.
- 1965 - Fyrsta konan var kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi, Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona.
- 1977 - Sovétríkin skutu upp geimfarinu Luna 21.
[breyta] Fædd
- 1829 - Arngrímur Gíslason málari
- 1902 - Carl Rogers, bandarískur sálfræðingur (d. 1987).
- 1935 - Elvis Presley, bandarískur söngvari (16. ágúst 1977)
- 1941 - Graham Chapman, breskur grínisti (d. 1989).
- 1942 - Stephen Hawking, enskur eðlisfræðingur og rithöfundur.
- 1942 - Junichiro Koizumi, Forsetisráðherra Japans.
- 1947 - David Bowie, enskur tónlistarmaður.
- 1948 - Þuríður Backman, íslenskur þingmaður.
- 1959 - Paul Hester, ástralskur trommari (d. 2005).
- 1969 - R. Kelly, bandarískur söngvari
[breyta] Dáin
- 1107 - Játgeir Skotakonungur (f. 1074).
- 1198 - Selestínus 3. páfi.
- 1324 - Marco Polo, ítalskur heimshornaflakkari (f. 1254).
- 1642 - Galileo Galilei, ítalskur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og eðlisfræðingur (f. 1564).
- 1697 - Thomas Aikenhead, skoskur námsmaður (f. um 1678).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |