Seyðisfjörður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
7000 | |
Kjördæmi | Norðausturkjördæmi |
Flatarmál – Samtals |
54. sæti 213 km² |
Mannfjöldi – Samtals – Þéttleiki |
40. sæti 716 (2007) 3,36/km² |
Bæjarstjóri | Ólafur Hreggviður Sigurðsson |
Þéttbýliskjarnar | Seyðisfjörður |
Póstnúmer | 710 |
Vefsíða sveitarfélagsins |
Seyðisfjörður er kaupstaður í botni samnefnds fjarðar á Austfjörðum. Staðurinn óx kringum síldveiðar- og vinnslu.
Bærinn fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1895 og var þá skilinn frá Seyðisfjarðarhreppi. Kaupstaður og hreppur sameinuðust á ný 1. apríl 1990, þá undir merkjum kaupstaðarins.
Seyðisfjörður er þekktur fyrir fjölskrúðugt menningarlíf en þar er árlega haldin Listahátíðin Á seyði en partur af henni eru sumartónleikaröðin Bláa kirkjan og LungA (Listahátíð ungs fólks, Austurlandi). Á Seyðisfirði má einnig finna menningarmiðstöðina Skaftfell sem stendur fyrir myndlistasýningum allt árið. Bærinn á sér merka sögu sem hægt er að kynna sér með því að heimsækja Tækniminjasafn Austurlands sem hefur á safnasvæði sínu m.a. elstu vélsmiðju landsins og fyrstu ritsímastöð landsins. Fjarðarselsvirkjun sem er í eigu Rarik er fyrsta riðstraums og bæjarveitan á Íslandi, árið 2003 var stöðvarhúsið gert upp og á efri hæðinni komið fyrir sýningu.
Til Seyðisfjarðar siglir færeyska ferjan Norræna frá Færeyjum. En þaðan siglir hún einnig til Noregs, Danmerkur og Skotlands. Er þetta eina leiðin (utan þess að flytja bílinn með gámaskipi) fyrir þá sem vilja fara til og frá Íslandi á bíl.
Þar hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1995.
[breyta] Tenglar
- Vefsíða Seyðisfjarðar
- Vefsíða Sumartónleikaraðarinnar Bláa Kirkjan
- LungA, Listahátíð ungs fólks, Austurlandi
- Um Seyðisfjörð á vef ferðamálasamtaka Austurlands
- Seyðisfjörður um aldamótin 1900; grein í Eimreiðinni 1902
Norðvesturkjördæmi
Akraneskaupstaður | Hvalfjarðarsveit | Skorradalshreppur | Borgarbyggð | Eyja- og Miklaholtshreppur | Snæfellsbær | Grundarfjarðarbær | Helgafellssveit | Stykkishólmsbær | Dalabyggð | Reykhólahreppur | Vesturbyggð | Tálknafjarðarhreppur | Bolungarvíkurkaupstaður | Ísafjarðarbær | Súðavíkurhreppur | Árneshreppur | Kaldrananeshreppur | Strandabyggð | Bæjarhreppur | Húnaþing vestra | Húnavatnshreppur | Blönduósbær | Höfðahreppur | Skagabyggð | Sveitarfélagið Skagafjörður | Akrahreppur
Norðausturkjördæmi
Fjallabyggð | Grímseyjarhreppur | Dalvíkurbyggð | Arnarneshreppur | Hörgárbyggð | Akureyrarkaupstaður | Eyjafjarðarsveit | Svalbarðsstrandarhreppur | Grýtubakkahreppur | Þingeyjarsveit | Skútustaðahreppur | Aðaldælahreppur | Norðurþing | Tjörneshreppur | Svalbarðshreppur | Langanesbyggð | Vopnafjarðarhreppur | Fljótsdalshérað | Fljótsdalshreppur | Borgarfjarðarhreppur | Seyðisfjarðarkaupstaður | Fjarðabyggð | Breiðdalshreppur | Djúpavogshreppur
Suðurkjördæmi
Sveitarfélagið Hornafjörður | Skaftárhreppur | Mýrdalshreppur | Rangárþing eystra | Rangárþing ytra | Ásahreppur | Vestmannaeyjabær | Flóahreppur | Sveitarfélagið Árborg | Skeiða- og Gnúpverjahreppur | Hrunamannahreppur | Bláskógabyggð | Grímsnes- og Grafningshreppur | Hveragerðisbær | Sveitarfélagið Ölfus | Grindavíkurkaupstaður | Sandgerðisbær | Sveitarfélagið Garður | Reykjanesbær | Sveitarfélagið Vogar
Suðvesturkjördæmi
Hafnarfjarðarkaupstaður | Garðabær | Sveitarfélagið Álftanes | Kópavogsbær | Seltjarnarneskaupstaður | Mosfellsbær | Kjósarhreppur
Reykjavíkurkjördæmi suður og Reykjavíkurkjördæmi norður
Reykjavík