4. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2007 Allir dagar |
4. júlí er 185. dagur ársins (186. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 180 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1685 - Halldór Finnbogason var brenndur á báli á Þingvöllum, gefið að sök að hafa snúið Faðirvorinu upp á andskotann. Þetta var síðasta galdrabrenna á Íslandi.
- 1776 - Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var undirrituð af þrettán breskum nýlendum í Norður-Ameríku, sem sögðu sig þar með úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku. Dagurinn hefur verið þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna síðan.
- 1943 - Orrustan um Kúrsk, mesta skriðdrekaorrusta sögunnar, hófst milli Þjóðverja og Sovétmanna. Orrustan stóð til 20. júlí.
- 1957 - Hulda Jakobsdóttir varð fyrsta konan til að gegna embætti bæjarstjóra á Íslandi
- 1971 - Safnahúsið í Borgarnesi var tekið í notkun, en þar er meðal annars að finna merkilegt bókasafn og listaverkasafn.
- 1973 - Margrét Danadrottning og eiginmaður hennar, Henrik prins, komu í opinbera heimsókn til Íslands.
- 1976 - Ferjan Herjólfur kom fyrst til Vestmannaeyja.
- 1976 - Ísraelsher frelsaði eitt hundrað gísla um borð í Air France-vél á flugvellinum í Entebbe í Úganda.
- 1977 - Hreinn Halldórsson setti Íslandsmet í kúluvarpi, 21,09 m, og komst með því í hóp bestu kúluvarpara í heimi.
- 1987 - Allir hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu: Geiradalshreppur, Reykhólahreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur sameinuðust undir nafni Reykhólahrepps.
- 2004 - Þungarokksveitin Metallica spilaði í Egilshöll fyrir um 18.000 manns.
[breyta] Fædd
- 1804 - Nathaniel Hawthorne, bandarískur rithöfundur (d. 1864).
- 1872 - Calvin Coolidge, Bandaríkjaforseti (d. 1933).
- 1937 - Thomas Nagel, bandarískur heimspekingur.
- 1939 - Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs (d. 2004).
- 1959 - Eiríkur Hauksson, íslenskur tónlistarmaður.
[breyta] Dáin
- 1623 - William Byrd, enskt tónskáld (f. 1540).
- 1826 - Thomas Jefferson, Bandaríkjaforseti (f. 1743).
- 1934 - Marie Curie, pólskur efnafræðingur (f. 1876).
- 1999 - Hindrunarstökksmeistarinn Milton (f. 1977).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |