29. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2007 Allir dagar |
29. júlí er 210. dagur ársins (211. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 155 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1040 - Stiklastaðaorusta í Noregi. Ólafur digri var veginn.
- 1247 - Hákon gamli var hylltur sem konungur Noregs bæði af böglum og birkibeinum.
- 1858 - Japanir undirrituðu Harris-samkomulagið sem kvað á um vinskap og viðskipti við Bandaríkjamenn.
- 1900 - Úmbertó 1. konungur Ítalíu var myrtur af stjórnleysingjanum Gaetano Bresci. Viktor Emmanúel 3. tók við völdum.
- 1907 - Friðrik VIII konungur Danmerkur kom í heimsókn til Íslands og stóð hún til 15. ágúst. Konungur ferðaðist víða um landið.
- 1934 - Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar tók við völdum. Fjármálaráðherra var Eysteinn Jónsson og var hann yngstur allra sem gegnt höfðu ráðherraembætti, 27 ára.
- 1957 - Alþjóða kjarnorkumálastofnunin var stofnuð af Sameinuðu þjóðunum.
- 1977 - Þýskur bankaræningi, sem var eftirlýstur erlendis var handtekinn í Reykjavík með 277 þúsund mörk.
- 1979 - Afhjúpaður var minnisvarði um Kollabúðafundi en á þeim ræddu Vestfirðingar stefnumálin 1849 til 1895.
- 1981 - Karl Bretaprins og lafði Díana Spencer gengu í það heilaga. Athöfnin var sýnd í beinni útsendingu um allan heim.
- 1985 - Í Þorlákshöfn var vígð kirkja í minningu Þorláks biskups Þórhallssonar og var það fyrsta kirkja þar síðan 1770.
- 1996 - Windows NT 4.0 kom út.
[breyta] Fædd
- 1214 - Sturla Þórðarson, íslenskur sagnaritari (d. 1284).
- 1814 - Hermann Bonitz, þýskur fornfræðingur (d. 1888).
- 1883 - Benito Mussolini, ítalskur stjórnmálamaður og einræðisherra (d. 1945).
[breyta] Dáin
- 1030 - Ólafur digri, Noregskonungur (f. 995).
- 1099 - Úrbanus 2. páfi.
- 1108 - Filippus 1. Frakkakonungur (f. 1053).
- 1890 - Vincent van Gogh, hollenskur listamaður (f. 1853).
- 1983 - Luis Buñuel, spænskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1900).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |