24. maí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2007 Allir dagar |
24. maí er 144. dagur ársins (145. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 221 dagur er eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1370 - Stralsundsáttmálinn bindur endi á stríð Dana við Hansasambandið.
- 1839 - Þegnskylduvinna var ákveðin í Reykjavík og skyldu bæjarbúar inna af hendi vinnu við gatnagerð. Sú ráðstöfun stóð í sex ár, en var þá felld niður og skattheimta tekin upp í staðinn.
- 1882 - Ekvador hlaut sjálfstæði frá Spáni.
- 1941 - Breska herskipið Hood, sem var stærsta orrustuskip heims, fórst í orrustu við þýska skipið Bismarck. Einungis þrír úr áhöfn Hood komust af, en 1418 manns fórust. Orrustan var háð um 250 mílur vestur af Íslandi.
- 1973 - Fjölmennasti mótmælafundur á Íslandi var haldinn í Reykjavík og þar mótmæltu um 30 þúsund manns afskiptum breska flotans af útfærslu fiskveiðilögsögunnar við Ísland í 50 mílur.
- 1973 - Danir lögleiddu fóstureyðingar.
- 1993 - Erítrea hlaut fullt sjálfstæði frá Eþíópíu.
- 2004 - Alþingi samþykkti umdeilt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum sem síðar var neitað um undirskrift af forseta.
- 2007 - Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum.
[breyta] Fædd
- 15 f.Kr. - Germanicus Julius Caesar, rómverskur hermaður (d. 19).
- 1743 - Jean-Paul Marat, franskur byltingarsinni (d. 1793).
- 1814 - Viktoría Bretadrottning (d. 1901).
- 1940 - Joseph Brodsky, rússneskt skáld (d. 1996).
- 1941 - Bob Dylan, Amerískur söngvari og lagahöfundur.
[breyta] Dáin
- 1543 - Nikulás Kópernikus, pólskur stjörnufræðingur (f. 1473).
- 1959 - John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (f. 1888).
- 1974 - Duke Ellington, bandarískur tónlistarmaður (f. 1899).
- 1995 - Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands (f. 1916).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |