6. maí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2007 Allir dagar |
6. maí er 126. dagur ársins (127. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 239 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1682 - Loðvík 14. flutti með frönsku hirðina til Versala frá Tuileries.
- 1882 - Á Vestfjörðum rofaði til eftir stórhríð sem staðið hafði óslitið í 27 daga. Hálfum mánuði síðar skall hríðin á aftur og stóð sleitulaust fram í miðjan júní.
- 1910 - Georg 5. tók við konungstign í Bretlandi eftir lát föður síns, Játvarðs 7..
- 1912 - Jarðskjálfti, sem talið er að hafi verið um sjö stig á Richter, kom upp í grennd við Heklu. Allmargir bæir hrundu.
- 1937 - Eldur kom upp í þýska loftskipinu Hindenburg, sem ásamt Graf Zeppelin II, voru stærstu loftskip sem búin hafa verið til.
- 1981 - Framhaldsþátturinn Dallas hóf göngu sína í Sjónvarpinu.
- 1986 - Hornsteinn var lagður að húsi Seðlabankans við hátíðlega athöfn á 25 ára afmæli bankans.
- 2005 - Blaðið kom fyrst út á Íslandi.
[breyta] Fædd
- 1856 - Sigmund Freud, austurrískur sálfræðingur (d. 1939).
- 1856 - Robert Peary, bandarískur landkönnuður (d. 1920).
- 1953 - Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.
- 1961 - George Clooney, bandarískur leikari.
[breyta] Dáin
- 1910 - Játvarður 7. Bretlandskonungur (f. 1841).
- 1992 - Marlene Dietrich, þýsk söngkona (f. 1901).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |