See also ebooksgratis.com: no banners, no cookies, totally FREE.

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Kóreustríðið - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Kóreustríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hersveitir Sameinuðu þjóðanna halda yfir 38. breiddargráðu.
Hersveitir Sameinuðu þjóðanna halda yfir 38. breiddargráðu.

Kóreustríðið var stríð sem braust út og var háð á Kóreuskaganum 25. júní 1950 og lauk með vopnahléi 27. júlí 1953.

Kóreuskaganum var skipt milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Tímabundnar ríkisstjórnir Norður- og Suður-Kóreu tókust á um yfirráð yfir skaganum. Stríðið hófst þegar kommúnískar hersveitir Norður-Kóreu réðust inn í Suður-Kóreu, sem var þá og er enn í dag áhrifasvæði Bandaríkjanna. Þegar stríðinu lauk þremur árum síðar hafði hvorugum aðilanum tekist að ná verulegum árangri. Margar þjóðir blönduðust í átökin. Norður-Kórea naut hernaðarlegs stuðnings Kína og Sovétríkjanna en Suður-Kórea naut stuðnings Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna öðrum fremur, en einnig Bretlands, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálands, Frakklands, Belgíu, Hollands, Lúxemborgar, Grikklands, Tyrklands, Kólumbíu, Suður-Afríku, Tælands, og Filippseyja.

Í Suður-Kóreu er stríðið gjarnan nefnt 6·25, sem vísar til dagsetningarinnar þegar átökin brutust út, eða Han-guk Jeonjaengkóresku: 한국전쟁, sem merkir orðrétt „Kóreustríðið“). Í Norður-Kóreu er stríðið formlega nefnt Föðurlandsfrelsunarstríðið (á kóresku: 조국해방전쟁). Í Bandaríkjunum er opinberlega talað um löggæslu („police action“) — Kóreuátökin („Korean Conflict“) — fremur en stríð, aðallega til að komast hjá því að þurfa að lýsa yfr stríði. Stundum er stríðið kallað „gleymda stríðið“ utan Kóreu, vegna þess að um meiri háttar átök var að ræða en er sjaldan rætt. Í Kína voru átökin kölluð Stríðið til að standa gegn Bandaríkjunum og aðstoða Kóreu (抗美援朝), en er í dag oftast nefnt „Kóreustríðið“ (朝鮮戰爭, Chaoxian Zhanzheng).

[breyta] Tenglar

Commons
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:


aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -