Philadelphia
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Philadelphia | |
---|---|
Borg bróðurkærleikans | |
Staðsetning á korti | |
Grunnupplýsingar | |
Stofnár: | 1682 (27. október) |
Land: | Bandaríkin |
Ríki: | Pennsylvanía |
Sýsla: | Philadelphia |
Tímasvæði: | Eastern Standard Time (UTC-5) |
Íbúatala: - Að nágrannasveitarfélögum meðtöldum: |
1.448.394 (2006) 5.751.803 |
Þéttleiki byggðar: | 4.337,3 íbúar/km² |
Flatarmál: | 349,9 km² þar af 330,3 km² land, 19,6 km² undir vatni |
Forval síma: | 215 |
Vefsíða: | www.phila.gov |
Gælunafn: | Philly, Borg bróðurkærleikans, Quaker borgin |
einkunnarorð: | Philadelphia maneto (megi bróðurkærleikurinn vara) |
Stjórnmál | |
Borgarstjóri: | John F. Street (D) |
Philadelphia er sjötta stærsta borg Bandaríkjanna og stærsta borg Pennsylvaníu. Frá árinu 1854 hafa borgarmörkin verið þau sömu og sýslumörk Philadelphia sýslu og frá 1952 hafa borgar- og sýsluyfirvöld spannað yfir sama landsvæðið, en samt sem áður er sýslan enn til sem sérstakt svæði í Pennsylvaníu. Íbúafjöldi borgarinnar 1. júlí 2006 var áætlaður 1.448.394. Í borginni er þriðji stærsti miðbæjarkjarni Bandaríkjanna, á eftir New York og Chicago. Philadelphia er næststærsta borgin á austurströnd Bandaríkjanna á eftir New York.
Stórborgarsvæði Philadelphiu er það fjórða stærsta í Bandaríkjunum samkvæmt núverandi opinberri skilgreiningu en á svæðinu búa um 5,7 milljónir manna.Samkvæmt öðrum skilgreiningum er stórborgarsvæði Philadelphiu það sjötta stærsta á eftir stórborgarsvæði San Francisco og Washington-Baltimore. Philadelphia er helsta borgin á stórborgarsvæði Delaware dals.
Philadelphia er ein elsta borg Bandaríkjanna og ein sú þýðingamesta í sögu landsins. Á 18. öld var borgin um skamma hríð önnur höfuðborg landsins og fjölmennasta borgin. Á þeim tíma var hún mikilvægari en bæði Boston og New York borg í stjórnmálum og viðskiptum en Benjamin Franklin átti mikinn þátt í að gera borgina að mikilvægri miðstöð stjórnmála, viðskipta og menntunar.
Fram til ársins 1854, þegar borgarmörkin urðu þau sömu og sýslumörk Philadelphiu sýslu, afmarkaðist borgin af South Street, Vine Street, Delaware fljóti og Schuylkill ánni. Með stækkun borgarinnar bættust við þau svæði sem í dag eru Vestur Philadelphia, Suður Philadelphia, Norður Philadelphia og Norðaustur Philadelphia sem og Þýska hverfið og mörg smærri hverfi.
Philadelphia er einnig einn stærsti háskólabær Bandaríkjanna en í borginni búa um 120.000 háskólanemar, sem stunda nám í háskólum innan borgarmarkanna, en um 300.000 nemendur stunda nám á stórborgarsvæðinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Landafræði og veðurfar
[breyta] Landafræði
Samkvæmt bandarísku hagstofunni United States Census Bureau þekur borgin 369,4 km² (142,6 mi²). Þar af eru 349,9 km² (135,1 mi²) þurrlendi og 19,6 km² (7,6 mi²) undir vatni, en það eru 5,29% alls svæðisins. Helstu vatnsföllin eru Delaware fljót, Schuylkill áin, Cobbs Creek, Wissahickon Creek og Pennypack Creek.
Lægsti punktur innan borgarmarkanna er 3 m (10 fet) yfir sjávarmáli, nærri Fort Mifflin í Suðvestur Philadelphia þar sem Delaware og Schuylkill árnar mætast. Hæsti punkturinn er í Chestnut Hill, 132 m (432 fet) yfir sjávarmáli, nærri Evergreen Place, rétt norðan og vestan við Evergreen Avenue.
[breyta] Veðurfar
Veðurfar er temprað með fjórum árstíðum. Sumrin eru heit og rök, einkum í júlí og ágúst. Haust og voru eru venjulega mild. Úrkoma er að mestu jöfn árið um kring, með um sex til níu rigningardaga á mánuði, að meðaltali um 1068 mm (42 tommur) á ári. Vetur geta verið kaldir en sjaldan fer hitinn niður fyrir -10°C. Snjókoma er afar breytileg. Sumir vetur eru snjóþungir en aðra snjóar lítið. Í miðborginni og úthverfum borgarinnar í New Jersey snjóar venjulega lítið en norðan og vestan við stórborgarsvæðið snjóar meira. Meðalhitinn í janúar er milli -4°C (25°F) og 4°C (39°F). Í júlí er meðalhitinn milli 21°C (70°F) og 30°C (86°F) en þegar hitabylgjur skella á um sumur getur hitinn hæglega náð 35°C (95°F). Mesti kuldi sem skráður hefur verið var -22°C (-7°F) árið 1984 en mesti hiti sem skráður hefur verið var 40°C (104°F) árið 1966. Snemma hausts og seint um vetur er venjulega þurrasti tíminn. Febrúar er úrkomuminnsti mánuðurinn með 69,8 mm (2,74 tommu) úrkomu. Sumrin eru venjulega rök og úrkomumikil en úrkoma er mest í júlí með 111,5 mm (4,39 tommur) úrkoma.
[breyta] Skýjakljúfar
Hæstu byggingar borgarinnar eru:
Hæð | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|
Sæti | Nafn | (ft) | (m) | Hæðir | Byggingarár | |
1 | One Liberty Place | 945 | 288 | 61 | 1987 | |
2 | Two Liberty Place | 848 | 258 | 58 | 1990 | |
3 | Mellon Bank Center | 792 | 241 | 54 | 1990 | |
4 | Bell Atlantic Tower (Verizon Tower) | 739 | 225 | 55 | 1991 | |
5 | G. Fred DiBona, Jr. Building | 625 | 191 | 45 | 1990 | |
6 | One Commerce Square | 565 | 172 | 41 | 1987 | |
7 | Two Commerce Square | 565 | 172 | 41 | 1992 | |
8 | Philadelphia City Hall | 548 | 167 | 9 | 1901 | |
9 | 1818 Market Street | 500 | 152 | 40 | 1974 | |
10 | The St. James | 498 | 152 | 45 | 2004 | |
11 | Loews Philadelphia Hotel | 492 | 150 | 36 | 1932 | |
12 | PNC Bank Building | 491 | 150 | 40 | 1983 | |
13 | Centre Square II | 490 | 149 | 40 | 1973 | |
14 | Five Penn Center | 490 | 149 | 36 | 1970 | |
15 | One South Broad | 472 | 144 | 28 | 1932 |
[breyta] Hagkerfi
Hagkerfi Philadelphiu byggir einkum á framleiðslu, matvælaiðnaði og fjármálaþjónustu. Í borginni er starfrækt kauphöll, sem er elsta kauphöll Bandaríkjanna.
[breyta] Fólk og menning
[breyta] Lýðfræði
Philadelphia Fólksfjöldi eftir árum [1] |
|
1790 - 28.522 |
Árið 2000 voru íbúar Philadelphiu 1.517.550, fjöldi heimila 590.071 og fjölskyldur 352.272 talsins, með 4.337,3 íbúa/km² (11.233,6 íbúa/mi²). 45,0% íbúanna voru hvít, 43,2% af afrískum upruna, 0,2% voru bandarískir frumbyggjar, 4,4% af asískum uppruna, 0,05% voru frá Kyrrahafseyjum, 4,7% voru af öðrum kynþætti og 2,2% voru af fleiri en einum kynþætti. 8,5% íbúanna voru af suður-amerískum uppruna.
Börn undir 18 ára aldri bjuggu á 27,6% heimilanna og 32,1% íbúanna voru hjón í sambúð. 33,8% íbúanna voru einstæðingar.
25,3% borgarbúa voru yngri en 18 ára, 11,1% voru á aldrinum 18 til 24 ára, 29,3% voru á aldrinum frá 25 til 44 ára, 20,3% voru á aldrinum 45 til 64 ára og 14,1% voru 65 ára eða eldri. Aldursmiðgildið var 34 ár. 86,8 karlmenn voru á hverjar 100 konur.
Tekjumiðgildi fyrir hvert heimili í borginni var 30.746 dalir og 37.036 dalir fyrir hverja fjölskyldu. Tekjumiðgildi karlmanna var 34.199 dalir, en kvenna 28.477. 22,9% íbúanna og 18,4% fjölskyldna voru undir fátæktarmörkum. 31,3% allra undir 18 ára og 16,9% allra eldri en 65 ára voru undir fátæktarmörkum.
[breyta] Matur
Philadelphia er þekkt fyrir samlokur, sem kallast „cheesesteaks“ og eru gjarnan kenndar við borgina, þ.e. Philadelphia cheesesteak eða einfaldlega Philly cheesesteak.
[breyta] Fjölmiðlar
[breyta] Prentmiðlar
Í Philadelphiu eru gefin út tvö stór dagblöð, Philadelphia Inquirer og Philadelphia Daily News. Einnig koma út vikuleg blöð, þ.á m. Philadelphia Business Journal, Philadelphia Weekly, Philadelphia City Paper, South Philly Review og Philadelphia Gay News. Philadelphia Magazine er tímarit sem kemur út mánaðarlega.
[breyta] Söfn og áhugaverðir staðir
- 30th Street Station
- Academy of Natural Sciences
- Afro-American Historical and Cultural Museum
- Atwater-Kent Municipal Museum
- Awbury Arboretum
- Barnes Foundation
- Betsy Ross House
- Boathouse Row
- Cathedral-Basilica of Sts. Peter and Paul
- Centennial Arboretum
- Clark Park Í Vestur Philadelphiu, þar er að finna einu þekktu styttuna af Jonathan Swift í heiminum.
- Eastern State Penitentiary
- Edgar Allan Poe National Historic Site
- Elfreth's Alley
- Fairmount Park
- Fairmount Water Works
- Fort Mifflin
- Franklin Institute
- Gloria Dei National Historic Site, elsta kirkjan í fylkinu, byggð árið 1700
- Kimmel Center for the Performing Arts, aðsetur Philadelphia Orchestra
- Liberty Bell & Independence Hall
- LOVE Park
- Mummers Museum
- Mütter Museum (safn með hvers kyns læknisfræðilegum og meinafræðilegum undrum)
- National Constitution Center
- New Alhambra Sports and Entertainment Center
- One Liberty Place
- Penn's Landing
- Philadelphia City Hall
- Philadelphia Doll Musuem
- Italian market
- Philadelphia Museum of Art
- Philadelphia Zoo
- Please Touch Museum
- Reading Terminal Market
- Rittenhouse Square
- Rodin Museum (stærsta safn af verkum Auguste Rodin utan Frakklands)
- Rosenbach Museum & Library
- SEPTA Museum
- South Street
- University of Pennsylvania Museum of Archaeology and Anthropology
- Wagner Free Institute of Science
- Walnut Street Theatre, elsta starfandi leikhús í Bandaríkjunum
- Wanamaker organ, næstsærsta nothæfa orgel veraldar
[breyta] Íþróttir
Íþróttafélag | Íþróttagrein | Deild | Íþróttahöll | |
Philadelphia Eagles | Amerískur Fótbolti | National Football League; NFC | Lincoln Financial Field | |
Philadelphia Phillies | Hafnabolti | Major League Baseball; NL | Citizens Bank Park | |
Philadelphia 76ers | Körfubolti | National Basketball Association | Wachovia Center | |
Philadelphia Flyers | Íshokkí | National Hockey League | Wachovia Center | |
Philadelphia Wings | Innanhúss Lacrosse | National Lacrosse League | Wachovia Center | |
Philadelphia Barrage | Lacrosse | Major League Lacrosse | Villanova Stadium | |
Philadelphia Soul | Innanhúss Amerískur Fótbolti | Arena Football League | Wachovia Center |
[breyta] Glæpir
Líkt og í mörgum bandarískum borgum jukust glæpir í Philadelphiu jafnt og þétt á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Morðtíðni náði hámarki árið 1990 með 503 morð, með 31,5 morð á 100.000 íbúa. Mestallan tíunda áratug 20. aldar voru framin að meðaltali um 400 morð á ári í borginni. Árið 2002 náði morðtíðni í borginni lágmarki með 288 morð en árið 2005 hafði fjöldi morða aftur náð 380, með 25,85 morð á 100.000 á íbúa.
[breyta] Menntun
[breyta] Almenningsskólar
Skólakerfi borgarinnar heitir School District of Philadelphia og þjónar það öllum hverfum borgarinnar. Í öllum skólum borgarinnar klæðast nemendur skólabúningum.
[breyta] Einkaskólar
Í Philadelphiu eru fjölmargir kaþólskir einkaskólar.
[breyta] Æðri menntun
Háskólar innan borgarmarkanna:
|
Háskólar í nágrenni Philadelphiu:
|
[breyta] Flugvellir
Tveir flugvellir þjóna Philadelphiu, Philadelphia International Airport (PHL) og Northeast Philadelphia Airport (PNE), og eru þeir báðir innan borgarmarkanna (PHL teygir sig út fyrir borgarmörkin). PHL þjónar jafnt innanlandsflugi sem utanlandsflugi en PNE þjónar smærri flugáætlunum einstaklinga og fyrirtækja.
[breyta] Philadelphia í kvikmyndum
- Rocky (1976)
- Trading Places (1983)
- Witness (1985)
- Mannequin (1987)
- Philadelphia (1993)
- 12 Monkeys (1995)
- The Sixth Sense (1999)
- Unbreakable (2000)
- National Treasure (2004)
- In Her Shoes (2005)
[breyta] Philadelphia í bókmenntum
- Vísindaskáldsagan Epsilon eftir John J. Rust gerist að mestu leyti í Philadelphiu
[breyta] Neðanmálsgreinar
- ↑ Population of the 100 largest cities and other urban places in the United States: 1790 to 1990. Skoðað 14. október, 2007.
[breyta] Heimild
- Greinin „Philadelphia“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 31. mars 2006.
[breyta] Tenglar
- Opinber vefsíða Philadelphiu-borgar
- Philadelphia Chamber of Commerce
- Center City District
- Philly.com