Guðlaugur Þór Þórðarson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) | |
Fæðingardagur: | 19. desember 1967 (40 ára) |
Fæðingarstaður: | Reykjavík |
1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður | |
Flokkur: | Sjálfstæðisflokkurinn |
Þingsetutímabil | |
2003- | í Reykv. n. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
2003-2007 | Formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA |
2004-2007 | Formaður umhverfisnefndar |
2007- | Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis |
Guðlaugur Þór Þórðarson (fæddur 19. desember 1967) er heilbrigðisráðherra og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var kosinn á þing í Alþingiskosningunum 2003. Guðlaugur leiddi framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningunum árið 2007. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá 2007 kemur fram að skapa eigi „svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum,“[1] og eru sumar þessar aðgerða, eins og t.d. útvistun starfa læknaritara umdeildar.[2]
Efnisyfirlit |
[breyta] Ævi
Foreldrar hans eru Þórður Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, og Sonja Guðlaugsdóttir, sem rekur bókhaldsskrifstofu. Guðlaugur gekk í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 1987. Guðlaugur starfaði sem umboðsmaður hjá Brunabótafélagi Íslands í eitt ár frá 1988-89. Svo hjá Vátryggingafélagi Íslands 1989-1993. Í eitt ár, frá 1996-7, var hann kynningarstjóri hjá Fjárvangi, framkvæmdastjóri Fíns miðils, útvarpsfyrirtækis, næsta árið, 1997-8, forstöðumaður hjá Fjárvangi/Frjálsa fjárfestingarbankanum á árunum 1998-2001 og loks forstöðumaður hjá tryggingadeild Búnaðarbanka Íslands 2001-3.
[breyta] Stjórnmálaferill
Hann var í stjórn SUS á árunum 1987 – 1997, þar af formaður frá 1993. Hann lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hann er giftur Ágústu Johnson og eiga þau saman tvö börn, en hún átti tvö börn úr fyrra hjónabandi.
Fyrirrennari: Siv Friðleifsdóttir |
|
Eftirmaður: enn í embætti |
[breyta] Tilvísanir
[breyta] Tenglar
- Alþingi - Æviágrip: Guðlaugur Þór Þórðarson
- Um ráðherra á heimasíðu Heilbrigðisráðuneytis
- Viðtal við Guðlaug, á Deiglan.com
- Erum við að tapa?, grein um jafnréttismál eftir Guðlaug í Morgunblaðinu frá 1996
- Það sem máli skiptir, grein eftir Guðlaug í Morgunblaðinu frá 1995
- Hjá vondu fólki, grein eftir Guðlaug í Morgunblaðinu frá 1998
- Gefum ungu fólki tækifæri, grein eftir Guðlaug og Áslaugu Magnúsdóttur í Morgunblaðinu frá 1997