Borgarstjórn Reykjavíkur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borgarstjórn Reykjavíkur er lýðræðislegur vettvangur kjörinna fulltrúa íbúa Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn ber ábyrgð því að framfylgja þeim málefnum sem ríkið hefur falið sveitarstjórnum.
Borgarstjórn skipar borgarstjóra og skipar í nefndir á sínum vegum sem sjá um daglegan rekstur borgarinnar. Fulltrúar í borgarstjórn kallast borgarfulltrúar og eru fimmtán talsins. Kosið er til borgarstjórnar í almennum kosningum á fjögurra ára fresti, þannig ekki er hægt að kjósa aftur áður en kjörtímabil er liðið líkt og með Alþingi.
[breyta] Núverandi borgarstjórn
Síðast var kosið til borgarstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum 27. maí 2006 og ný borgarstjórn tók til starfa 11. júní 2006. Kosningarnar fóru á þessa leið:
Flokkur | Listi | Atkvæði | % | Menn | |
---|---|---|---|---|---|
Sjálfstæðisflokkurinn | D | 27.823 | 42,1 | 7 | |
Samfylkingin | S | 17.750 | 26,9 | 4 | |
Vinstrihreyfingin – grænt framboð | V | 8.739 | 13,2 | 2 | |
Frjálslyndir og óháðir | F | 6.527 | 9,9 | 1 | |
Framsóknarflokkurinn | B | 4.056 | 6,1 | 1 |
Núverandi skipting borgarfulltrúa í Reykjavík
Eftirfarandi fulltrúar skipa borgarstjórn:
Listi | Borgarfulltrúi |
---|---|
B | Óskar Bergsson1 |
D | Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson |
Hanna Birna Kristjánsdóttir | |
Gísli Marteinn Baldursson | |
Kjartan Magnússon | |
Júlíus Vífill Ingvarsson | |
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir | |
Jórunn Frímannsdóttir | |
F | Ólafur F. Magnússon |
S | Dagur B. Eggertsson |
Björk Vilhelmsdóttir | |
Oddný Sturludóttir 2 | |
Sigrún Elsa Smáradóttir 3 | |
V | Svandís Svavarsdóttir |
Þorleifur Gunnlaugsson 4 | |
1 - Frá 24. jan. 2008 vegna afsagnar Björns Inga Hrafnssonar. 2 - Frá 1. feb. 2007 í stað Stefáns Jóns Hafsteins sem er leyfi til 1. jan. 2009. 3 - Frá 1. júlí 2007 vegna afsagnar Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. 4 - Frá september 2007 vegna afsagnar Árna Þórs Sigurðssonar. |
Frá 11. júní 2006 til 16. október 2007 mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn meirihluta og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri. Upp úr því samstarfi slitnaði haustið 2007 vegna deilna um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Frá 16. október 2007 til 24. janúar 2008 mynduðu allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur meirihluta með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra. Síðan 24. janúar 2008 hafa Sjálfstæðisflokkur og F-listi myndað meirihluta með Ólaf F. Magnússon sem borgarstjóra.