See also ebooksgratis.com: no banners, no cookies, totally FREE.

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Stöð 2 - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Stöð 2

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stöð 2 er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur verið starfandi frá því 9. október 1986. Stöðin var stofnuð að frumkvæði Jóns Óttars Ragnarssonar matvælafræðings og Hans Kristjáns Árnasonar hagfræðings. Valgerður Matthíasdóttir (Vala Matt) gekk svo til liðs við þá og var áberandi í útlitshönnun og dagskrárgerð stöðvarinnar frá upphafi. Stöð 2 er rekið af 365 miðlum.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga Stöðvar 2

[breyta] Nýju útvarpslögin 1986

Í stóra BSRB verkfallinu haustið 1984 lagðist nánast öll starfsemi RÚV niður og upp spruttu nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar. Í kjölfarið var farið að huga að endurskoðun útvarpslaga í menntamálaráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur. Ný lög, sem leyfðu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, voru samþykkt á Alþingi 13. júní 1985 og tóku gildi í ársbyrjun 1986. Fram að þeim tíma höfðu verið starfandi á Íslandi tvær útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð, Rás 1 og Rás 2 og Ríkissjónvarpið.

[breyta] Stofnun Stöðvar 2

Stöð 2 fór í loftið 9. október þetta sama ár sem áskriftarstöð með ruglaðri dagskrá þar sem þurfti að kaupa lykilnúmer og slá inn í myndlykil til að afrugla útsendinguna. Jón Óttar var sjónvarpsstjóri og þau Vala Matt voru áberandi á skjánum þessa fyrstu daga stöðvarinnar. Dagskráin var byggð upp á aðkeyptu afþreyingarefni, leiknu íslensku skemmtiefni og fréttum. Erfiðlega gekk að fá fjárfesta til að taka þátt í starfseminni til að byrja með. Í byrjun árs 1987 voru áskrifendur um fimm þúsund, en voru orðnir tæplega þrjátíu þúsund fyrir árslok. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki og stöðin fór í samkeppni við RÚV um dagskrárgerðarfólk og fréttamenn, sem þótti fáheyrt.

[breyta] Listi yfir þætti (Óklárað)

[breyta] = Fréttatengt

  • Kvöldfréttir, öll kvöld klukkan 18:30.
  • Hádegisfréttir, alla daga klukkan 12:00.
  • Ísland í bítið, eini morgunþátturinn í íslensku sjónvarpi. Frá kl. 6:58 til 9:00. Umsjónarmenn: Gunnlaugur Helgason, Heimir Karlsson og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir (Ekki lengur á dagskrá, komið á Bylgjuna)
  • Ísland í dag, Daglegur magasín þáttur sem tekur á fjölbreyttu efni eins og politík, menningu og afþreyingu. Einnig er fjallað um íþróttir, fréttir og veður.
  • Silfur Egils, sunnudagsspjallþáttur um atburði liðinnar viku. (Ekki lengur á dagskrá, kominn á Skjá einn)
  • Kompás, Vikulegur fréttaskýringaþáttur Fréttastofu Stöðvar 2, þriðjudaga klukkan 21:40.

[breyta] Innlent

  • Meistarinn, Spurningaþáttur. Umsjónarmaður: Logi Bergmann Eiðsson (ekki á dagskrá)
  • Stelpurnar, Gamanþáttur með stuttum hnitmiðuðum atriðum. (ekki á dagskrá)
  • Sjálfstætt fólk, fylgst með einum Íslendingi í nokkra daga. Umsjón: Jón Ársæll,sunnudaga klukkan 20:00.
  • Leitin að Strákunum, Þáttur sem leitað er að arftökum Sveppa,Audda og Péturs. (Ekki lengur á dagskrá)
  • Í fínu formi, Hreystisæfingaþáttur sem sýndur er daglega (ekki á dagskrá)
  • Næturvaktin, leikinn þáttur um menn sem vinna á bensínstöð (ekki á dagskrá)(Framhald væntanlegt)
  • Búbbarnir, Fyrstu íslensku brúðuþættirnir. (ekki lengur á dagskrá)
  • Strákarnir, fjölbreyttur gamanþáttur í umsjón Audda, Sveppa, Péturs Jóhanns, Gunna Samloku, Atla og Huga. (Ekki lengur á dagskrá)
  • Einu sinni var, gömul mál rannsókuð. Umsjónarmaður: Eva María Jónsdóttir (Ekki lengur á dagskrá)
  • Idol stjörnuleit, íslenska útgáfan af bandarísku þáttunum American Idol. Umsjónarmenn: Simmi og Jói, (Ekki lengur á dagskrá)
  • X-factor, sönghæfileikakeppni. Kynnir er Halla Vilhjálms og dómarar eru Páll Óskar, Einar Bárðarson, Ellý úr Q4U. , (Ekki lengur á dagskrá)
  • Eldsnöggt með Jóa Fel, matreiðsluþáttur í umsjón Jóa Fel
  • Pressa, fyrsta íslenska spennuþáttaröð Stöðvar 2. Þátturinn sem er í sex hlutum er eftir þá Óskar Jónasson og Sigurjón Kjartansson og var auk þeirra skrifaður af vinsælum glæpasagnahöfundum þjóðarinnar, Yrsu Sigurðardóttur, Ævari Erni Jósepssyni, Árna Þórarinssyni og Páli Kristni Pálssyni. (Ekki lengur á dagskrá)
  • Hæðin, hönnunarþáttur í umsjón Gulla Helga (væntanlegt í mars 2008)
  • Logi í beinni, skemmtiþáttur þar sem Logi Bergmann fær góða gesti í spjall.
  • Með Afa, barnaþáttur (Ekki legngur á dagskrá)
  • Algjör Sveppi, barnaþáttur
  • Bandið hans Bubba, einn stærsti viðburður Stöðvar 2 árið 2008. Bubbi Morthens leggur allt undir í leit að sannri rokkstjörnu framtíðarinnar, einhverjum sem syngur á íslensku, fyrir íslenska rokkþjóð. Þátturinn verður í beinni útsendingu og einn keppandi fellur úr leik hverju sinni, þar til eftir stendur nýr söngvari fyrir Bandið hans Bubba.

[breyta] Erlent

  • Cold Case, spenna,
  • 24, spenna,
  • NUMB3RS
  • 60 minutes, fréttaþáttur,
  • Grey's Anatomy, drama,
  • American Idol, raunverueiki,
  • Crossing Jordan, drama,
  • The Apprentice, raunverueiki,
  • Extreme Makeover, raunverueiki,
  • Nip/Tuck, drama,
  • Medium, drama-spenna,
  • The Oprah Winfrey Show, spjall,
  • Studio 60, drama,
  • Standoff, drama,
  • Hotel Babylon, grín,
  • The Simpsons, grín,
  • Beauty and the Geek, grín-raunverueiki,
  • How I Met Your Mother, grín,
  • Joey, grín,
  • The Closer,
  • Bold and the beautiful, drama-svik sápuópera,
  • Whose Line is it Anyway?, grín,
  • Neighbours, drama,
  • Sisters, drama,
  • My sweet fat Valentina, drama-svik sápuópera,
  • Amazing Race, raunverueiki,
  • Two and a Half Men, grín,
  • My Life in Film, grín,
  • Listen Up, grín,
  • Beauty is not enough, drama-svik,
  • The Osbournes, raunverueiki,
  • Most Haunted, spenna-raunverueiki,
  • Punk'd,
  • Entourage,
  • Extreme Makeover: Home Edition,
  • You Are What You Eat, (ekki lengur á dagskrá)
  • The George Lopez Show, (ekki lengur á dagskrá)
  • The Bernie Mac Show, (ekki lengur á dagskrá)
  • Dead Famous, (ekki lengur á dagskrá)
  • Huff, (ekki lengur á dagskrá)
  • Fear Factor, (ekki lengur á dagskrá)
  • Wife Swap, (ekki lengur á dagskrá)
  • Monk, (ekki lengur á dagskrá)
  • The Shield, (ekki lengur á dagskrá)
  • Third Watch, (ekki lengur á dagskrá)
  • Missing, (ekki lengur á dagskrá)
  • Strong Medicine, (ekki lengur á dagskrá)
  • The 4400, (ekki lengur á dagskrá)
  • Rome, (ekki lengur á dagskrá)
  • NCIS, (ekki lengur á dagskrá)
  • Kevin Hill, (ekki lengur á dagskrá)
  • Mile High, (ekki lengur á dagskrá)
  • Prison Break, (ekki lengur á dagskrá)

[breyta] Barnatíminn

Barnatíminn er fastur liður Stöðvar 2. Alla virka daga hefst hann klukkan 16:00 og endar 17:30. Hann er líka sýndur um helgar frá 07:00 til 12:00. Á helgidögum er líka sýndur barnatími þegar börnin borða páskaeggin sín eða bíða eftir jólum. Einkennismerki barnatímans er hoppandi grænn fugl sem kynnir næsta þátt. Einnig sjást bregða fyrir kettir og fleiri dýr þegar þátturinn er kynnntur. Barnatími Stöðvar 2 sýnir bæði þætti fyrir þau yngstu og þau eldri börnin.

[breyta] Þættir Barnatímans

  • Two of a kind
  • Barney
  • Tiny Toons
  • Taz-mania
  • Horance and Tina
  • Witch
  • Winx
  • Sabrina
  • Shoebox Zoo
  • Shin Chan
  • Teletubbies
  • Pocoyo
  • Dora the Explorer
  • Noddy
  • Beyblade
  • Titeuf
  • Justice League Unlimited
  • Tom & Jerry kids
  • Gordon the Garden Gnome
  • Bratz
  • A.T.O.M
  • Yu-gi-oh
  • Algjör Sveppi


[breyta] Tengill

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.


aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -