American Idol
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
American Idol er söngvakeppni í Bandaríkjunum sem nýtur gríðarlegra vinsælda út um allan heim. Keppnin gengur út á að keppendur syngja og áhorfendur kjósa um hver fær að halda áfram. Meðal dómara eru Paula Abdul, Randy Jackson og Simon Cowell. Kynnir er Ryan Seacrest. Árið 2004 var gerð íslensk útgáfa af þessum sívinsælu þáttum sem heitir Idol stjörnuleit.