Skjal ehf.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gerð: | Þýðingastofa |
Stofnað: | 17. júní, 2000 |
Staðsetning: | Austurstræti 17 |
Lykilmenn: | Bogi Örn Emilsson, framkvæmdastjóri |
Starfsemi: | þýðingar og prófarkalestur |
Vefslóð: | http://www.skjal.is/ |
Skjal ehf. er stærsta þýðingastofa Íslands, með 18 fastráðna starfsmenn og nokkra tugi verktaka í vinnu. Skjal var stofnað þann 17. júní árið 2000 af þremur einstaklingum með það að markmiði að veita fyrirtækjum og einstaklingum þýðingaþjónustu. Síðar sama ár opnaði fyrirtækið vefsíðu sem bauð upp á þá nýjung að gera viðskiptavinum það kleift að senda verk til þýðingar á Netinu.
Upphaflegt viðskiptamódel var að vinna með lítinn kjarna fastráðinna þýðenda og stóran verktakagrunn þar sem áherslan átti að vera á að finna rétta fólkið fyrir hvert verk, byggt á bakgrunni viðkomandi. Fljótlega þróaðist fyrirtækið þó fremur út í að vera þýðingastofa með fastráðna þýðendur sem studdist við verktaka fyrir stærri og stundum sérhæfðari verk.
Skjal vinnur með þýðingar á og úr 13 tungumálum, auk þess að styðjast við verktaka fyrir önnur tungumál.
Upphaflega var fyrirtækið til húsa að Laugavegi 66 en fluttist árið 2004 að Hverfisgötu 4-6a. Í desember 2007 flutti félagið svo starfsemi sína að Austurstræti 17 þar sem það er enn í dag.
Tungumál sem fyrirtækið þýðir á og úr: íslenska, enska, danska, sænska, norska, þýska, franska, finnska, færeyska, hollenska, spænska, portúgalska, ítalska, rússneska, litháíska og lettneska.
[breyta] Tenglar
- Heimasíða fyrirtækisins á íslensku: www.skjal.is
- Heimasíða fyrirtækisins á ensku: www.skjal.com