See also ebooksgratis.com: no banners, no cookies, totally FREE.

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Rússneska - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Rússneska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rússneska
Русский язык Russkiy yazyk
Málsvæði: Búlgaría, Finnland, Grikkland, Indland, Ísrael, Kanada, Kína, Mongólía, Pólland, Rúmenía, Rússland, Tékkland og Þýskaland
Heimshluti: Fyrrum Sovétríki, Vestur-Evrópa, Asía, Norður-Ameríka
Fjöldi málhafa: Uþb. 260.000.000
Sæti: 8
Ætt: Indóevrópskt
        Baltóslavneskt
        Slavneskt
        Austurslavneskt

                Rússneska

Stafróf: {{{stafróf}}}
Opinber staða
Opinbert tungumál: Abkasía, Gagásía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Krímea, Kirgistan, Rússland, Suður Ossetía og Transnistría
Stýrt af: engum
Tungumálakóðar
ISO 639-1: ru
ISO 639-2: rus
SIL: RUS
TungumálListi yfir tungumál
Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Rússneska (rússneska: русский язык, russkiy yazyk, hlusta ) er víðtalaðasta tungumál Evrasíu auk þess að vera víðtalaðasta slavneska tungumálið. Það er einkum talað í Rússlandi en er einnig algengt samskipta- og móðurmál í öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjannam t.d. Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Úkraínu og Kasakstan.

Rússneska er rituð með afbrigði af kýrillísku letri. Hún er eitt þriggja mála sem nú eru notuð sem teljast til austurslavnesku málagreinarinnar, hin tvö eru úkraínska og hvítrússneska. Elstu heimildir ritaðar á austur-slavnesku máli eru frá 10. öld. Rússneskan hefur í gegnum aldirnar orðið fyrir miklum áhrifum frá kirkjuslavnesku, sem telst til suðurslavneskra mála, bæði hvað varðar orðaforða og málfræði. Þar að auki er í málinu gífurlegt magn tökuorða úr frönsku og þýsku yfir hugtök í stjórnmálum, vísindum og tækni.

Efnisyfirlit

[breyta] Greining

Rússneska er slavneskt mál innan indóevrópsku málaættarinnar. Sem talmál er hún náskyld úkraínsku og hvítrússnesku.

Grundvallar orðaforði, orðmyndunarreglur auk annarrar málfræði og ekki síst bókmenntahefðin hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá kirkjuslavnesku. Kirkjuslavneska sem er enn notuð sem helgimál rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar er suðurslavneskt mál, á meðan að rússneska er austurslavnesk. Mörg orð í nútíma rússnesku ritmáli eru líkari nútíma búlgörsku en úkraínsku eða hvítrússnesku. Austurslavneski orðaforðinn hefur þó oft varðveist í talmáli í ýmsum rússneskum mállýskum.

[breyta] Útbreiðsla

Lönd þar sem rússneska er töluð

Rússneska er opinbert mál í Rússlandi og eitt af opinberum málum í Kasakstan, Kirgistan og Hvíta-Rússlandi. Hún er ein af sex opinberun málum Sameinuðu þjóðanna.

Rússneska er aðallega töluð í Rússlandi en er einnig mikið notuð í fyrrum Sovétríkjum. Fram að árinu 1917 var rússneska eina opinbera málið í Rússneska keisaradæminu (að undanteknu Stórfurstadæminu Finnlandi). Á sovéska tímabilinu var opinber stefna að öll mál væru jafnrétthá, en í raun var rússneska hið opinbera mál og var notast mest við hana í öllu opinberu. Eftir upplausn Sovétríkjanna árið 1991 hafa nánast öll hin nýfrjálsu ríki lagt mikið kapp á að styrkja þjóðartungu sína á kostnað rússneskunnar.

Í Lettlandi, þar sem meira en þriðjungur íbúa hafa rússnesku að móðurmáli, hefur staða málsins verið mjög umdeild. Stærsti hluti rússneskumælandi íbúa fluttu til landsins frá Rússlandi þegar það var undir hæl Sovétríkjanna og eiga margir Lettar erfitt með að sætta sig við að þeir séu fullgildir íbúar landsins. Sama er í Eistlandi þar sem um fjórðungur íbúa er rússneskumælandi.

Í þeim Austur-Evrópulöndum sem voru aðildarlönd að Varsjárbandalaginu var rússneska skyldunám í öllum skólum. Eftir upplausn Sovétveldisins hefur hlutverk rússnesku sem samskiptamál í þessum löndum minnkað verulega og má segja að enska hafi algjörlega tekið yfir því hlutverki hjá yngra fólki.

[breyta] Mállýskur

Mállýskumunur hefur verið mjög mikill í rússnesku þó að munur á milli mállýskna hafi minnkað mikið á 20. öld. Mállýskumunur er bæði hvað varðar framburð, orðaforða og málfræði. Sú rússneska sem notuð er opinberlega og kennd í skólum byggist á mállýsku Moskvusvæðisins.

[breyta] Stafagerð

Rússneska er rituð með afbrigði af kýrillísku letri sem samanstendur af 33 bókstöfum.

Kýrillískur
bókstafur
Akademísk
umritun
Nálgun með
íslensku stafrófi
Framburðarábending
А а a a
Б б b b
В в v v
Г г g g
Д д d d
Е е je, e é, e
Ё ё jo, o jo, o (eins og o í boð)
Ж ж ž zj (raddað sje-hljóð)
З з z z (raddað s-hljóð)
И и i í
Й й j j
К к k k (ófráblásið)
Л л l l
М м m m
Н н n n
О о o o
П п p p (ófráblásið)
Р р r r
С с s s
Т т t t (ófráblásið)
У у u ú (eins og ú í bú)
Ф ф f f
Х х ch/kh ch (líkt þýsku ch; dauft ach-hljóð)
Ц ц c ts
Ч ч č tj, tsj
Ш ш š sj
Щ щ šč sjtj (langt, mjúkt tje-hljóð)
Ъ ъ (sýnir harðan framburð af samhljóðanum á undan)
Ы ы y i (hart i-hljóð)
Ь ь ' eða j j (sýnir mjúkan framburð af samhljóðanum á undan)
Э э e e (samsvarar dönsku æ)
Ю ю ju
Я я ja ja


[breyta] Ítarefni

Wikipedia
Wikipedia: Rússneska, frjálsa alfræðiritið


aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -