Finnska
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Finnska suomi |
||
---|---|---|
Málsvæði: | Finnland, Eistland, Svíþjóð (Tornedalur), Noregur (Finnmörk), Norðvestur-Rússland (Karelía) | |
Heimshluti: | Norður-Evrópa | |
Fjöldi málhafa: | 6 milljónir | |
Sæti: | ekki með efstu 100 | |
Ætt: | úrölsk mál finnsk-úgrísk mál |
|
Stafróf: | {{{stafróf}}} | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál: | Finnland, Evrópubandalagið og Lýðveldið Karelía | |
Stýrt af: | Finnska tungumálastofnunin [1] | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1: | fi | |
ISO 639-2: | fin | |
SIL: | FIN | |
Tungumál – Listi yfir tungumál | ||
Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Finnska er tungumál rúmlega fimm milljóna manna, aðallega í Finnlandi en einnig í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Finnska tilheyrir flokki finnsk-úgrískra tungumála, en málaflokkurinn nær yfir landsvæði frá Noregi, inn í Síberíu og Karpatafjöll. Þessi málaflokkur nær einnig yfir tungumál eins og ungversku og eistnesku.
Saga fólksins og tungumálsins í Finnlandi er mörgum nokkuð viðkvæmt viðfangsefni. Finnska tungumálið, eins og mörg önnur tungumál, hefur orðið fyrir miklum menningaráhrifum frá öðrum löndum um langt skeið og er enn í þróun. Hin rétta saga tungumálsins er dularfull og jafnframt forvitnileg. Þar til nýlega, var því haldið fram að að forfeður þeirra Finna sem nú byggja Finnland, hafi numið þar land fyrir um tvöþúsund árum og hafi komið úr austri. En núverandi tilgátur staðhæfa að Finnland hafi þegar verið byggt fólki fyrir um níuþúsund árum.
Finnska tungumálið, virðist eiga rætur að rekja langt aftur til fortíðar. Sú finnska sem töluð er af innfæddum í dag, er hinsvegar er nokkuð nýleg smíð, en ritmálið var búið til á 16. öld. Nútíma-finnska kom til sögunnar á 19. öld og er sprottin af sterkri hreyfingu þjóðernissinna. Þegar Finnland varð sjálfstætt ríki árið 1917 varð Finnland að ríki þar sem töluð eru tvö tungumál, finnska og sænska. Þessi tvö tungumál teljast nú bæði opinber tungumál Finnlands, þrátt fyrir að finnska sé ríkjandi í landinu (um 300 000 hafa sænsku að móðurmáli).