Síbería
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Síbería (rússneska: Сиби́рь) er gríðarstórt landsvæði sem nær yfir allan austur- og norðausturhluta Rússlands. Síbería nær yfir nær alla Norður-Asíu frá Úralfjöllum í vestri að Kyrrahafinu í austri, og frá Norður-Íshafinu í norðri að hæðunum í norðvesturhluta Kasakstans og landamærum Rússlands við Mongólíu og Kína í suðri. Síbería nær yfir 77% af flatarmáli Rússlands (13,1 milljón ferkílómetrar) en hýsir eingöngu 27% af íbúafjölda landsins (39 milljónir).