Web - Amazon

We provide Linux to the World

ON AMAZON:


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Lundúnir - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Lundúnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lundúnir
London

Efst: sjóndeildarhringur Lundúnaborgar, Miðja: Westminsterhöll, Neðst til vinstri: Towerbrúin, Neðst til hægri: Tower of London.
Staðsetning sveitarfélagsins
London í Englandi
Land
Svæði
Sýsla
England
London
Greater London
Stofnaðir 50 e.Kr. sem Londinium
Undirskiptingar Lundúnaborg og 32 hverfi
Flatarmál
 – Samtals

1,577,3 km²
Hæð yfir sjávarmáli 24 m
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
(2006)
7.355.400
4.761/km²
Borgarstjóri Boris Johnson
Póstnúmer ýmsir
Tímabelti GMT
www.london.gov.uk

Lundúnir (enska: London) er höfuðborg Englands og Bretlands. Í Lundúnum hefur verið byggð í meira en tvö árþúsund. Lundúnir er jafnframt ein fjölmennasta borg Evrópusambandsins og þar búa um 7,5 milljónir íbúa. Allt að 14 milljónir manna búa í Lundúnum ásamt úthverfum.

Lundúnir er heimsborg í þeim skilningi að hún er einn af leiðandi viðskipta-, stjórnmála- og menningarkjörnum heimsins og hefur verið um árabil. Í dag hefur borgin gríðarleg áhrif á heimsvísu og er þekkt fyrir fjármálastarfsemi sína, næturlíf, tísku og listir. Í Lundúnum er sannkallað fjölmenningarlegt samfélag, yfir 300 mismunandi tungumál eru töluð þar.

Nálægt Lundúnum eru fimm alþjóðaflugvellir sem eru algengir viðkomustaðir ferðamanna. Í borginni eru margir frægir ferðamannastaðir s.s. Westminsterhöllin, Tower-brúin, Buckinghamhöll og Big Ben auk heimsfrægra safna eins og Þjóðminjasafn Bretlands og Listasafn Bretlands. Thames fellur gegnum borgina.

Borgarstjórinn Lundúna er Boris Johnson sem tók við embætti 4. maí 2008, að koma frá Ken Livingstone.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga

[breyta] Uppruni Lundúna

Talið er að Rómverjar hafi sest að, þar sem nú er Lundúnir, um 43 e.Kr., í kjölfar innrásarinnar í Bretland, og nefnt byggð sína Londinium. Þó er ekki loku skotið fyrir að uppruni nafnsins sé keltneskur.

Um 61 e.Kr. réðist keltneski ættbálkurinn Iceni, undir stjórn Boudicu drottningu, á borgina og brenndi til kaldra kola. Uppúr árinu 100 hafði orðið töluverður uppvöxtur og var London þá orðin stærri en Colchester, helsta vígi Rómverja á Englandi. Næstu aldirnar stækkaði London og náði 60 þúsund manna íbúatölu áður en borgin tók að hnigna samfara hnignun Rómaveldis og á 5. öld var hún nánast yfirgefin.

Um 600 höfðu Engilsaxar gert nýtt aðsetur, kallað Lundenwic, í u.þ.b. 1 km fjarlægð frá gamla rómverska virkinu, á svipuðum slóðum og þar sem nú er Covent garðurinn. Þar var líklegast höfn við munn River Fleet árinnar fyrir fiskveiðar og verslun. Verslun jókst þar til hrikalegt bakslag kom árið 851, þegar varnir nýju borgarinnar brugðust algerlega gegn máttugum víkingum sem rændu borgina og brenndu hana svo til grunna. Víkingatíminn stóð stutt. Tuttugu árum seinna samdi Alfreð mikli, nýi konungur Englands, um frið við víkinga og færði borgina aftur á sinn upprunalega stað, inn fyrir rómversku virkisveggina, og kallaði borgina Lundúnaborg (e. Lundenburgh). Upprunalega borgin varð síðan Ealdwīc („gamlaborg“), nafn sem notað er enn þann dag í dag sem Aldwych.

Í kjölfarið, undir stjórn ýmissa konunga, dafnaði Lundúnir og varð mikilvæg alþjóðleg verslunarborg og stjórnmálalegt aðsetur. Árásir víkinga hófust aftur seint á 10. öldinni og náðu hámarki um 1013 þegar þeir sátu um borgina undir stjórn danska konungsins Canute og neyddu enska konunginn Aethelred til að flýja. Í endurárás skömmu síðar, náði her Aethelred að vinna sigur á víkingum með því að toga niður London Bridge með danska setuliðinu á henni og enn einu sinni var London komin á réttan kjöl.

Canute tók við ensku krúnunni árið 1017 og stjórnaði borg og landi allt fram til 1042. Við dauða Canute komst krúnan aftur undir engilsaxneskt vald undir ráðvöndum stjúpsyni hans Edward játara, sem endurstofnaði Westminster Abbey (Westminster klaustur) og stækkaði höllina í Westminster. Á þessum tíma var Lundúnir orðin stærsta og efnaðasta borgin á öllu Englandi en þrátt fyrir það var aðalaðsetur stjórnarinnar enn í Winchester.

[breyta] Normenn og miðalda Lundúnir

Í kjölfar sigurs í orrustunni við Hastings var Vilhjálmur bastarður, þáverandi hertogi af Normandy, krýndur konungur Englands, í nýlega kláruðu Westminster klaustri, á jóladag 1066. Vilhjálmur veitti borgurum Lundúna ákveðin forréttindi á meðan byggingu kastala í suðvestur horni borgarinnar stóð, til að halda borgurunum góðum. Þessi kastali var síðar stækkaður af öðrum konungum sem Tower of London og gegndi fyrst hlutverki sem konunglegt aðsetur en síðar sem fangelsi.

Árið 1097 byrjaði William II að byggja Westminster salinn, nálægt klaustrinu með sama nafni. Salurinn varð grunnurinn að nýju höllinni í Westminster, sem var aðalaðsetur aðalsins á miðöldum. Westminster varð fljótlega aðsetur konunglega dómsstólsins og stjórnvalda og er það enn þann dag í dag. Á meðan var nágrannaborgin Lundúnaborg miðstöð viðskipta og verslunar og dafnaði undir eigin stjórn. Á endanum uxu borgirnar saman og mynduðu undirstöðu nútíma Lundúnir. London tók við af Winchester sem höfuðborg Englands á 12. öld.

Eftir vel heppnaðan sigur á spænska sjóhernum árið 1588, gerði stjórnmálalegur stöðugleiki Lundúna kleift að stækka og dafna enn meir. Árið 1603, varð Jakob VI konungur bæði Englands og Skotlands. And-kaþólsk stefna hans og grimmileg lög voru almúganum ekki að skapi og gerðu hann afar óvinsælan. Þann 5. nóvember 1605 var gerð tilraun til að ráða hann af dögum.

Svarti dauði olli miklum usla í Lundúnum snemma á 17. öldinni sem leiddi af sér pláguna miklu í Lundúnum sem stóð frá 1665-1666. Þetta var síðasta stóra plágan í Evrópu, hugsanlega að þakka eldunum miklu í London sem fylgdu strax í kjölfarið og breiddust um viðarhús Lundúna eins og eldur í sinu og drap líklegast flestar smitberandi rottur. Endurbygging borgarinnar tók síðan yfir tíu ár.

[breyta] Landafræði

Stórborgarsvæði Lundúna skiptist í þrjátíu og þrjú hverfi.

  1. City of London
  2. City of Westminster
  3. Kensington and Chelsea
  4. Hammersmith and Fulham
  5. Wandsworth
  6. Lambeth
  7. Southwark
  8. Tower Hamlets
  9. Hackney
  10. Islington
  11. Camden
  12. Brent
  13. Ealing
  14. Hounslow
  15. Richmond
  16. Kingston
  17. Merton
Mynd:LondonNumbered.png
  1. Sutton
  2. Croydon
  3. Bromley
  4. Lewisham
  5. Greenwich
  6. Bexley
  7. Havering
  8. Barking and Dagenham
  9. Redbridge
  10. Newham
  11. Waltham Forest
  12. Haringey
  13. Enfield
  14. Barnet
  15. Harrow
  16. Hillingdon

[breyta] Samgöngur

Westminster járnbrautarstöð af neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar.
Westminster járnbrautarstöð af neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar.

Lundúnir hefur viðamikið samgöngukerfi. Transport for London er fyrirtækið sem rekur neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar lestkerfi (stofnað 1863). Strætisvagnaleiðir eru einnig margar. Svokölluð Oyster-kort má kaupa og veita þau aðgang að öllum almenningssamgöngum.

[breyta] Myndasafn

Commons
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:

Á öðrum tungumálum
Static Wikipedia 2008 (March - no images)

aa - ab - als - am - an - ang - ar - arc - as - bar - bat_smg - bi - bug - bxr - cho - co - cr - csb - cv - cy - eo - es - et - eu - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - frp - fur - fy - ga - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - jbo - jv - ka - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - ms - mt - mus - my - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nn - -

Static Wikipedia 2007 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -
https://www.classicistranieri.it - https://www.ebooksgratis.com - https://www.gutenbergaustralia.com - https://www.englishwikipedia.com - https://www.wikipediazim.com - https://www.wikisourcezim.com - https://www.projectgutenberg.net - https://www.projectgutenberg.es - https://www.radioascolto.com - https://www.debitoformativo.it - https://www.wikipediaforschools.org - https://www.projectgutenbergzim.com